Saga - 2013, Page 188
Saga LI:2 (2013), bls. 186–190.
guðrún sveinbjarnardóttir
Í tilefni af ritdómi
Albína Hulda Pálsdóttir skrifaði allharkalega um bók mína, Reykholt.
Archaeological Investigations at a High Status Farm in Western Iceland, í ritdómi
sem birtist í síðasta hefti Sögu.1 Það er aðallega tvennt sem fer fyrir brjóstið
á Albínu Huldu. Í fyrsta lagi vildi hún að ég hefði skrifað öðruvísi bók.
Nefnir hún þar t.d. bók um fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri sem er
nýlega komin út. Sú bók er skrifuð á íslensku og er frásögn af rannsókninni
sem á að höfða til hins almenna lesanda fremur en að vera ætluð til
notkunar sem samanburðarefni fyrir fræðimenn. Bókin um Reykholt er allt
annars eðlis. Hún er fræðileg skýrsla og túlkun á uppgraftargögnum sem
eru þar svo til öll aðgengileg, þar með taldar greinargerðir sérfræðinga og
fundaskrár í viðaukum, og hún er skrifuð á ensku til þess að ná til alls
fræðasamfélagsins. Ég tel mikilvægt að skrifa um þetta efni á íslensku líka
og hef alltaf stefnt að því að slík bók, sem miðast meira við hinn almenna
lesanda, komi út um fornleifar í Reykholti. Í öðru lagi áttar Albína Hulda sig
ekki á því að rannsóknin í Reykholti hefði ekki farið fram ef þar hefði ekki
búið Snorri Sturluson á 13. öld. Opinbert fé var veitt til rannsóknarinnar
vegna þessa, eins og gerð er grein fyrir í bókinni (sjá bls. 34). Síðan er álita-
mál hvort þannig skuli staðið að vísindalegum fornleifarannsóknum og
kom sú gagnrýni m.a. fram vegna kristnihátíðarsjóðs, en í skilgreiningu á
sjóðnum var tilgreint að rannsóknir skyldu fara fram á sumum af helstu
sögustöðum landsins. Það var sem sagt lagt út í rannsóknina í Reykholti á
grundvelli hins sögulega blómatíma staðarins, en um tíma Snorra í Reyk -
holti og síðar eru til margar góðar samtímaheimildir. Reykholt er því mjög
ákjósanlegur staður til þess að láta reyna á samtal á milli fornleifafræði og
ritaðra heimilda, en slíkt samtal er nauðsynlegur hluti af aðferðum svo-
nefndrar sögulegrar fornleifafræði.2 Þessir ólíku heimildaflokkar segja mis-
munandi sögur um sama efnið, en markmiðið er að þeir bæti hvor annan
upp til þess að varpa skýrara ljósi á viðfangsefnið. Ritheimildir skipa stóran
sess í Reykholtsrannsókninni einfaldlega vegna þess að þær eru bæði fjöl-
skrúðugar og tiltölulega áreiðanlegar.
eitt af því sem lá beint við að láta reyna á var samanburður á lýsingum
á húsakosti í Reykholti, annars vegar á 13. öld, sem er að finna í Sturlunga
1 Albína Hulda Pálsdóttir, „Guðrún Sveinbjarnardóttir, Reykholt …“, Saga LI:1
(2013), bls. 195–201.
2 Sjá t.d. Anders Andrén, Between Artifacts and Texts (New york & London:
Plenum Press 1998).
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 186