Saga - 2013, Síða 209
Þór Magnússon, ÍSLeNZk SILFURSMÍÐ. Tvö bindi. Þjóðminjasafn
Íslands. Reykjavík 2013. 399+287 bls. Myndir og heimildaskrá, mynda-
og nafnaskrá. english summary.
Út er komið í tveimur bindum viðhafnarrit um silfursmíði á Íslandi. Það er
í stóru broti með þykkum glanspappír sem hentar vel undir allar ljósmynd-
irnar. Höfundur er Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður, ljósmynd-
ari Ívar Brynjólfsson og myndaritstjóri Lilja Árnadóttir. Bandið er fallegt og
kjölurinn líkt og silfursleginn. Frágangur er til fyrirmyndar og aðeins fund-
ust ein ásláttarmistök: „Flest íslenzk staup eru óstimpluð smiður þá óþekkt-
ur“ (310); líklega vantar „og“ fremur en kommu. verkið er afrakstur
ómældrar vinnu höfundar í rúma hálfa öld, eftir því sem fram kemur í inn-
gangsorðum, því hann hóf athugun á silfurstimplum „nánast fyrir tilviljun“
um 1960, athugaði silfurmuni og gripi í byggðasöfnum um og eftir 1964 og
stóð að spurningaskrá um silfursmíði árið eftir (bls. 9–10). Ítarleg skráning
og rannsókn á kirkjusilfri fór fram árin 1978–1979 í samvinnu við Dani (bls.
11). Í þeirri bók sem nú liggur fyrir eru teknir saman þræðir og „leitazt við
að tína saman og gera grein fyrir gull- og silfursmíðum Íslendinga á fyrri
tíð“, með áherslu á 18. og 19. öld (bls. 9). Þetta hefur tekist vel að því er
varðar tvær undirstöður rannsóknarinnar, sem eru gullsmiðatal og úttekt á
silfri sem til er í Þjóðminjasafni og byggðasöfnum, jafnvel í einkaeign.
Nokkuð vantar hins vegar á að fyrirliggjandi ritheimildir séu nýttar til full-
nustu. Framvinda er skýr og texti greinargóður, þótt upptalninga gæti á
köflum og fullmikið sé um endurtekningar; en við þeim varar höfundur
reyndar sjálfur í upphafi: „Í ritinu er nokkuð um endurtekningar, en það var
óhjákvæmi legt vegna þess hvernig það er upp byggt“ (bls. 9).
Fyrsti þriðjungur fyrra bindis veitir yfirsýn. Fyrstir koma sjálflærðir hag-
leiksmenn sem sinntu smíðum almennt og útskurði á 18. og 19 öld. Nefndir
eru nokkrir karlar og af þeim tengt yfir í silfur og gull, með vísun í gull -
smiðatal í síðara bindi (bls. 15–17). Næsti kafli er um fornleifafundi
hérlendis, innflutning á silfri og smíðar. Nú eru nefndir karlar sem vitað er
að smíðuðu silfur fram til um 1700 og fylgja þeim dæmi um silfureign fram
á 19. öld, einkum á biskupsstólum, í kirkjum og á auðugum heimilum,
nokkurn veginn í tímaröð (bls. 21–45). Þá er fjallað um gull- og silfursmíðar
sem fag, þar sem útskýrt er að starfsheitin „gullsmiður“ og „silfursmiður“
hafi verið notuð á víxl þótt eiginlega hafi menn bara unnið úr silfri. Rædd
eru tengsl við smíði annarra málma og nám Íslendinga í Danmörku um og
eftir miðja 18. öld en síðar hjá reyndum smiðum á Íslandi. Svo er enn
nokkuð um gullsmiði og loks sérstök umfjöllun um konur í gullsmiðastétt
frá lokum 19. aldar (bls. 49–79). Hér hefði farið vel á því að birta á einum
stað skrá yfir alla Íslendinga sem koma fyrir í gerðabók gullsmiðafélagsins
í kaupmannahöfn árin 1749–1863 (bls. 56 og 72). Merkilegur er texti úr dag-
bók gullsmíðalær lingsins Sumarliða Sumarliðasonar frá 3. janúar til 24.
ritdómar 207
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 207