Saga - 2013, Side 210
febrúar 1851 (bls. 59–60). Hann var þá hjá Jóni eyjólfssyni í Svefneyjum
ásamt tveimur öðrum piltum, en ekki er ljóst hvort þetta er úrval eða allt
sem hann skrifar um námstímann. Næst er fjallað um smíðaefni og aðferðir
allt frá miðöldum, ekki síst endurvinnslu með bræðslu og broti en líka aðrar
aðferðir, smíða verkstæði og áhöld (bls. 83–129). Allmörg dæmi eru nefnd,
en eins og höfundur sjálfur segir „nánast af handahófi“ (bls. 86). Greinargóð
lýsing á víravirki eftir Dóru Jónsdóttur frá 1982 er birt í heilu lagi (119–121)
og önnur eftir Sigurð Þorsteinsson um gyllingu frá 1781 (127–128). Hefði
mátt birta fleiri slíkar um einstök atriði og má nefna að getið er útskýringar
á „forsilfringu“ eftir Jóhann Arngrímsson sem ekki er rædd frekar (bls. 129).
Meginhluti bindisins tekur fyrir tegundir gripa og fyrst þá flóknustu,
það er kirkjusilfur, allt frá miðöldum (bls. 133–157) fram yfir siðaskipti og
næstum því að nútímanum (bls. 161–225), með langri skrá yfir þekkta
kaleika smiði í stafrófsröð (bls. 168–200), annarri yfir bakstursöskjusmiði (bls.
204–211) og þriðju yfir minningarskjaldasmiði (bls. 220–223), að talsverðu
leyti sömu menn. Tekur fróðleg umfjöllunin mið af þekktum gripum þeirra.
Næst er kvensilfur á búningum og segir strax í upphafi að silfurbúnaður
karla sé „lítt umtalsverður“ (bls. 229), þannig að örstutt yfirferð er látin duga
(bls. 267–269). Farið er kerfisbundið af einni tegund á aðra: höfuðbúnaður,
laufaprjónar, skúfhólkar, húfuprjónar, eyrnalokkar, millur, reimar og reima -
nálar, belti, svuntuhnappar og samfelluhnappar, svuntupör og krókapör,
hnappar, brjóstnælur, fingurhringar og armbönd (bls. 229–275). Í næsta kafla
er borðbúnaður tekinn sömu tökum: matskeiðar og teskeiðar, súpuskeiðar,
sósuskeiðar, rjómaskeiðar, sykurskeiðar, sultuskeiðar og sykur tangir, gafflar
og hnífar, vínstaup, fiskspaðar og kökuspaðar, servíettu hringir, púnsskeiðar
og tarínur (bls. 279–315). enn eru taldir skeiðasmiðir og nú fyrst þeir sem
fæddir voru á 18. öld (bls. 286–290) og síðan á 19. öld (bls. 291–300), án þess
að beinlínis séu færð rök fyrir slíkri tvískiptingu, því ekki gætir afgerandi
þróunar í skeiðagerð og til dæmis lifði Guðmundur Sigmundsson í Geitdal
í Skriðdal (1787–1863) litlu skemur en Björn Magnússon í Gvendareyjum
(1809–1866). Súpuskeiðasmiðum er raðað í stafrófsröð (bls. 304–306) og vín-
staupasmiðum líka (bls. 310). eftir þetta verður umfjöllun ágripskenndari
og fyrst lýst ýmsum smíðisgripum á borð við innsigli, tóbaksílát,
bókarspjöld og stafhnúða (bls. 319–337) en síðan reiðtygjum (bls. 341–345),
sem reyndar voru einkum skreytt látúni. Loks er leturgröftur og aftur vikið
að ólíkum tegundum silfurgripa (bls. 349–357). Farandsalar fá sérstakan
kafla en hefðu passað betur í fyrsta hluta bókarinnar (bls. 360–363) og sömu-
leiðis kafli um gullsmíðar í seinni tíð (bls. 367–385), enda margt komið fram
þar að lútandi í greinargerð fyrir einstökum gripum og smiðum. Í þessum
kafla skjóta upp kollinum að nýju morgun gjafir frá síðari hluta 18. aldar (bls.
373–374), sem að hluta til er endur tekið efni frá því nokkru framar (bls. 284),
en vissulega eru ófá ný dæmi og yngri. Á fyrri staðnum eru beinar
tilvitnanir skáletraðar en innan gæsalappa á þeim síðari. eins er í þessum
ritdómar208
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 208