Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 6

Andvari - 01.01.2019, Page 6
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 5 Frá ritstjóra Hið íslenska þjóðvinafélag varð til á nítjándu öld sem stjórnmálasamtök og byggir á þeim menningararfi sem sú öld lét eftir sig. Á þessu ári er þess minnst, meðal annars hér í Andvara, að tvö hundruð ár eru liðin frá því að einn mesti afreksmaður íslenskra mennta leit dagsins ljós. Þetta er Jón Árnason þjóðsagnasafnari og fyrsti landsbókavörður Íslendinga, fæddur 1819. Þjóðsögurnar sem Jón safnaði og við hann eru kenndar eru vissulega einn mesti dýrgripur þjóðmenningar okkar. Sigurður Nordal sagði einhverju sinni eftirminnilega frá því hversu hátt hann skipaði verki Jóns. Ummælin voru á þá leið, að ef gjörvallar íslenskar bækur væru til í aðeins einu eintaki, þeim yrði hlaðið í einn bálköst og honum boðið að kjósa sér tvær bækur til að bjarga frá eyðingu, „þá myndi ég velja Njálu og Þjóðsögur Jóns Árnasonar,“ sagði Nordal. Skáldkonan Theodora Thoroddsen var vel kunnug Jóni og minntist hans fallega á aldarafmæli fyrir réttum hundrað árum. Orð hennar eru vissulega enn í fullu gildi: „Aldir og óbornir standa í þakklætis- skuld við Jón Árnason, manninn sem varði bestu árum sínum til að safna í þann sjóð sem hann vissi að aldrei myndi miðla gulli í hans eigin vasa, en stendur opinn hverjum sem ann íslenskri tungu og þjóðlegum fræðum.“ (Theodora Thoroddsen: Ritsafn, 1960) Það er vissulega rík ástæða til að minnast slíks manns, enda hefur það verið gert myndarlega á árinu, bæði í átthögum hans í Húnaþingi og á Landsbókasafni í Reykjavík, með fyrirlestrum og sýningum. * Rækt við fornan sagnaarf Íslendinga er mikilsverð og eigum við nú á að skipa stofnunum og starfsliði sem slíku sinnir, sér í lagi Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. En önnur starfsemi skiptir einnig miklu máli. Hún er sú að snúa á íslensku erlendum öndvegisverkum í skáldskap og fræðum. Þar hafa ýmsir lagt hönd á plóg á síðustu áratugum. Á þessu ári féll frá einn sá maður sem vel og trúlega sinnti þessu starfi í okkar samtíð, Atli Magnússon. Hann lét aldrei mikið á persónu sinni bera á opinberu sviði, þótt hann starfaði lengstum við blaðamennsku. En eftir Atla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.