Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 7

Andvari - 01.01.2019, Page 7
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI liggja ekki færri en sextán þýðingar merkisverka í sagnaskáldskap heimsins. Flest eru þau rituð af enskumælandi höfundum. Þar á meðal eru Edgar Allan Poe, Joseph Conrad, F. Scott Fitzgerald, Virginia Woolf, Thomas Hardy, og Truman Capote, svo gagnólíkir höfundar séu taldir. Þar að auki þýddi Atli eina helstu sögu í dönskum bókmenntum, Fall konungs eftir Johannes V. Jensen. Það mætti ætla að slíkt menningarstarf sem Atli Magnússon vann á sínum ferli hefði verið metið að verðleikum af þeim sem stýra viðurkenningum á þessu sviði. En svo reyndist ekki vera. Um nokkurt skeið hafa verið veitt árleg verðlaun fyrir merkar þýðingar, en aldrei munu þau hafa fallið Atla í skaut. Fyrir nokkrum árum hlaut kunnur þýðandi, Silja Aðalsteinsdóttir, verðlaun fyrir að þýða söguna Wuthering Heights eftir Emily Brontë, sem til er í gamalli þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur, undir þeim góða titli Fýkur yfir hæðir. Vel má viðurkenningin til Silju fyrir þýðingu sína hafa verið makleg. En ekki hefði síður, jafnvel fremur, verið ástæða til að verðlauna einhverja af þýðingum Atla Magnússonar sem færði Íslendingum fyrstur manna ýmis öndvegisverk heimsbókmenntanna á sínu máli. Þar má sér- staklega benda á þýðinguna á Borgarstjóranum í Casterbridge eftir Thomas Hardy. Örlagaþunganum í sögu Hardys er einkar vel miðlað í spennuþrung- inni frásögn á íslensku. Það er of seint að heiðra Atla Magnússon fyrir sitt merka starf. En vonandi verður tómlæti matsmanna í þessu efni mönnum víti til varnaðar ef fram kemur málhagur þýðandi sem ræktar þennan garð af eins miklum áhuga og elju og Atli gerði. Hann kunni líka vel að meta íslenskan skáldskap. Til vitnis um það eru minningarorð sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar um hann. Atli kenndi Agli ýmis kvæði sem honum þóttu „skrýtin og skemmtileg“. Egill tilfærði eitt þeirra, kvæði sem heitir Niðurstaða, eftir skáldið og bónd- ann Guðmund Friðjónsson, en hann fæddist 1869, fyrir réttum 150 árum. Guðmundur var tíðum kenndur við íhald og jafnvel afturhald í skoðunum, en var snillingur í meðferð máls og brags. Þannig er Niðurstaða: Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu. Fór ég á engi, sló ég miðlungsbrýnu. Út reri ég - og einn ég fékk í hlut. Upp dreg ég bát í naust með léttan skut. Stilltu þig, son minn. Stillið grátinn, dætur, strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur! Norræna lifir, einn þó undan beri útskagamann sem langan barning reri. Öldurnar vaka, yrkja ljóð á skeri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.