Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 7
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI
liggja ekki færri en sextán þýðingar merkisverka í sagnaskáldskap heimsins.
Flest eru þau rituð af enskumælandi höfundum. Þar á meðal eru Edgar Allan
Poe, Joseph Conrad, F. Scott Fitzgerald, Virginia Woolf, Thomas Hardy, og
Truman Capote, svo gagnólíkir höfundar séu taldir. Þar að auki þýddi Atli
eina helstu sögu í dönskum bókmenntum, Fall konungs eftir Johannes V.
Jensen.
Það mætti ætla að slíkt menningarstarf sem Atli Magnússon vann á sínum
ferli hefði verið metið að verðleikum af þeim sem stýra viðurkenningum á
þessu sviði. En svo reyndist ekki vera. Um nokkurt skeið hafa verið veitt
árleg verðlaun fyrir merkar þýðingar, en aldrei munu þau hafa fallið Atla
í skaut. Fyrir nokkrum árum hlaut kunnur þýðandi, Silja Aðalsteinsdóttir,
verðlaun fyrir að þýða söguna Wuthering Heights eftir Emily Brontë, sem til
er í gamalli þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur, undir þeim góða titli Fýkur
yfir hæðir. Vel má viðurkenningin til Silju fyrir þýðingu sína hafa verið
makleg. En ekki hefði síður, jafnvel fremur, verið ástæða til að verðlauna
einhverja af þýðingum Atla Magnússonar sem færði Íslendingum fyrstur
manna ýmis öndvegisverk heimsbókmenntanna á sínu máli. Þar má sér-
staklega benda á þýðinguna á Borgarstjóranum í Casterbridge eftir Thomas
Hardy. Örlagaþunganum í sögu Hardys er einkar vel miðlað í spennuþrung-
inni frásögn á íslensku.
Það er of seint að heiðra Atla Magnússon fyrir sitt merka starf. En vonandi
verður tómlæti matsmanna í þessu efni mönnum víti til varnaðar ef fram
kemur málhagur þýðandi sem ræktar þennan garð af eins miklum áhuga og
elju og Atli gerði. Hann kunni líka vel að meta íslenskan skáldskap. Til vitnis
um það eru minningarorð sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar um hann.
Atli kenndi Agli ýmis kvæði sem honum þóttu „skrýtin og skemmtileg“.
Egill tilfærði eitt þeirra, kvæði sem heitir Niðurstaða, eftir skáldið og bónd-
ann Guðmund Friðjónsson, en hann fæddist 1869, fyrir réttum 150 árum.
Guðmundur var tíðum kenndur við íhald og jafnvel afturhald í skoðunum, en
var snillingur í meðferð máls og brags. Þannig er Niðurstaða:
Fór ég í heiði, fékk ég eina tínu.
Fór ég á engi, sló ég miðlungsbrýnu.
Út reri ég - og einn ég fékk í hlut.
Upp dreg ég bát í naust með léttan skut.
Stilltu þig, son minn. Stillið grátinn, dætur,
strengharpa mín þó laskist. Góðar nætur!
Norræna lifir, einn þó undan beri
útskagamann sem langan barning reri.
Öldurnar vaka, yrkja ljóð á skeri.