Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 19

Andvari - 01.01.2019, Side 19
18 HJALTI HUGASON ANDVARI sem verið hafði. Það var því langt í frá sjálfsagt að Pétur veldi að feta í fótspor föður síns. Aðstæður í heimsmálunum hafa þó sett honum þrengri mörk en gilt hefðu á friðartímum. Ákvörðun Péturs um menntun og lífsstarf virðist hafa vaxið fram í sálardjúpunum án meðvitaðrar ákvörðunar eins og algengt er. Þetta þarf þó ekki að merkja að valið hafi verið átakalaust a.m.k. þegar litið var um öxl. Þessu lýsti Pétur svo í æviminningum sínum: Stúdentsprófi var lokið. Þá knúði á spurningin: Hvað næst? Reyndar hafði spurningin lengi verið að gerjast innra með mér. Það kostaði hugarstríð. Undir niðri var þó eins og svarið lægi ljóst fyrir. Trúin kallaði á mig til fylgdar við Krist og til þjónustu í kirkju hans þó að ég fyndi tilfinnanlega fyrir vanmætti mínum og skorti á hæfileikum.22 Í „vítu“ þeirri sem Pétur tók saman er hann vígðist til vígslubiskups 1969 gerði hann fyllri grein fyrir starfsvali sínu og lífsstefnu. Eftir að hafa vikið að æskuárunum á Ísafirði sagði hann: Frá Ísafirði á ég ljúfar minningar. Fjöllin háu umlykja fjörðinn með snar- bröttum hlíðum og klettum. Í þeim fjallasal er kirkjan svo mild og hlý sem útréttar hendur Meistarans mikla frá Nazaret. Í þann helgidóm lærði ég að ganga ungur drengur. Þegar faðir minn messaði fórum við oftast með honum í kirkjuna. Og þegar hann fór til messugerða í Hnífsdal fylgdum við bræðurnir honum til skiptis þangað. Og ég fann örugg- lega, að í Guðs húsi var gott að vera. Hjartað skynjaði birtuna í musterinu og friðinn þar. Er ég hugsa um þau bernskuspor, má ég eflaust rekja þangað ákvörðun mína að ganga í þjónustu kirkjunnar, enda þótt ég gerði mér enga grein fyrir því.23 Pétur rakti ákvörðun sína því til trúarlegrar æskumótunar og taldi föður sinn enda hafa haft mikil og sterk trúaráhrif á sig.24 Þá leit Pétur svo á að hann hafi verið kallaður til prestsstarfans og að ekki hafi verið um tilviljun eða alfrjálsa og óbundna ákvörðun að ræða. Þessi túlkun Péturs eftir á þarf þó ekki að þýða að hann hafi hafið námið knúinn sterkri og meðvitaðri köll- unarvitund. Haustið 1940 hófu átta stúdentar nám við guðfræðideildina sem var eðlileg en þó fremur lág tala á þessum tíma.25 Pétur hafði þá sér- stöðu að þekkja alla samstúdenta sína fyrirfram. Sex þeirra höfðu verið bekkjarbræður hans fyrir norðan. Þar á meðal var fyrrnefndur Sigurður Guðmundsson. Áttundi stúdentinn var svo samstúdent hans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.