Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 35
34 HJALTI HUGASON ANDVARI lýðsmál bæjarins og var auk þess á margan hátt virkur í safnaðarstarf- inu. Þar sem barna- og æskulýðsstarf einkenndi prestsþjónustu Péturs Sigurgeirssonar svo mjög, sem og hver nýlunda það í raun og veru var á þessum árum, er við hæfi að gera stutta grein fyrir þróun slíks starfs í íslensku kirkjunni fyrir miðja 20. öld. Það sýnir á hinn bóginn áhuga Péturs á æskulýðsmálunum að hann helgaði sérstakan kafla í hirðis- bréfi er hann sendi frá sér um miðbik biskupsdóms síns þessu málefni og ritaði þá m.a.: Það hefur verið sagt, — og með nokkrum rétti, að kristindómurinn sé æsku- lýðshreyfing. Jesús og lærisveinar hans voru ungir menn þegar trú þeirra varð að hreyfingu og kirkjan var stofnuð. Mér hefur ætíð fundist kristindómur höfða sérstaklega til hinna ungu og gefa þeim grundvöll til að byggja líf sitt á. Það hlýtur að vera hlutverk kirkjunnar að kynna æskufólki þann veg, sem Kristur lagði með lífi sínu, og hjálpa því eftir megni til að feta hann.121 Upphaf kirkjulegs starfs fyrir börn hér á landi er skiljanlega að rekja til Reykjavíkur þar sem þéttbýlislífshættir og -menning ruddu sér fyrst til rúms. Veturinn 1892–1893 tók Jón Helgason síðar biskup frumkvæði að því að efna til sunnudagaskóla fyrir börn. Var þessu starfi svo fram haldið til 1898.122 Hér var fyrst og fremst um formfastar barnaguðsþjón- ustur að ræða.123 Þessi þráður var svo tekinn upp að nýju 1926 og stóð til 1945. Á þessum árum gegndi Friðrik Hallgrímsson öðru dómkirkju- prestsembættinu en hann hafði áður þjónað í Íslendingabyggðunum í Kanada og byggði á fyrirmyndum þaðan. 124 Á fjórða áratug aldarinn- ar var síðan tekið upp sunnudagaskólahald af svipuðu tagi í úthverf- um Reyjavíkur, í Laugarnesi, við Skerjafjörð og á Seltjarnarnesi.125 Snemma árs 1940 var borginni svo skipt upp í fjögur prestaköll.126 Í a.m.k. Hallgrímsprestakalli voru barnaguðsþjónustur haldnar frá upp- hafi. Þar var líka æskulýðsstarf um skamman tíma á sjötta áratug ald- arinnar í umsjá Jakobs Jónssonar (1904–1989) en hann hafði líkt og Friðrik Hallgrímsson þjónað vestanhafs.127 Barnastarf á vegum kirkj- unnar í Reykjavík virðist annars ekki hafa staðið í miklum blóma um það leyti sem Pétur Sigurgeirsson hóf þjónustu á Akureyri.128 Veturinn 1898–1899 voru félögin KFUM og KFUK stofnuð og þangað má rekja upphaf unglinga- eða æskulýðsstarfs í íslensku þjóðkirkjunni.129 Starf þeirra var ætlað ungmennum en fullorðnir stóðu að félagsstarf- inu út frá fyrirfram settum trúarlegum markmiðum. KFUM&K-félög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.