Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 36
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 35
voru snemma stofnuð í nágrenni höfuðstaðarins, í Hafnarfirði og á
Akranesi. Á þriðja og fjórða áratug aldarinnar voru svo einnig stofnuð
slík félög á Sauðárkróki (1923), í Keflavík (1924), í Vestmannaeyjum
(1924) og á Akureyri (1934). Loks stofnaði Sigurgeir, faðir Péturs, þá
prófastur á Ísafirði, félag undir sama heiti fyrir vestan (1933) sem hlaut
nokkra útbreiðslu í nágrannabyggðarlögunum, en var þó óháð félög-
unum í Reykjavík og annars staðar á landinu og slitnaði úr sambandi
við KFUM&K-hreyfinguna líklega vegna veraldlegri áherslna og meira
frjálslyndis í starfinu en almennt gerðist í hreyfingunni.130 Meira hefur
þó líklega verið gert úr veraldlegu skemmtanahaldi á vegum þess félags
en efni stóðu til.131
Fyrrnefndur Friðrik Hallgrímsson tók upp þráðinn með unglinga-
eða æskulýðsstarf í dómkirkjunni í Reykjavík skömmu áður en Pétur
Sigurgeirsson tók til starfa fyrir norðan.132 Fáar heimildir eru til um
það og ekki ljóst hvers vegna Friðrik tók þetta frumkvæði harðfull-
orðinn maður á síðustu starfsárum sínum. Líklega vildi hann þó auka
framboð á hollu tómstundastarfi fyrir unglinga í höfuðborginni í því
upplausnarástandi sem fylgdi heimsstyrjöldinni og hernáminu. Þessi
félög lögðu svo upp laupana skömmu eftir að Friðrik lét af embætti og
styrjöldinni lauk. Þegar Pétur Sigurgeirsson hóf barna- og æskulýðs-
starf sitt strax í upphafi prestskapar á Akureyri hafði því vissulega
verið lögð nokkur stund á slíkt starf í höfuðstaðnum. Hann gat því sótt
óbeinar fyrirmyndir þaðan sem og til starfs föður síns á Ísafirði, auk
þeirra hugsjóna sem hann bar sjálfur í brjósti varðandi æskulýðsstarf
á vegum kirkjunnar. Einkum mun hann þó hafa byggt á reynslu sinni
frá Ameríku og kynnum af kirkjustarfi þar líkt og þeir prestar sem
einkum höfðu beitt sér fyrir æskulýðsstarfi í söfnuðum sínum fyrir
sunnan, þeir Friðrik Hallgrímsson og Jakob Jónsson.133
Þegar um haustið 1947 hóf Pétur öflugt sunnudagaskólastarf fyrir
börn. Var þátttakendum skipt í tvær deildir eftir aldri. Yngri börnin,
5–6 ára, komu saman í kjallararými kirkjunnar, kapellunni, en þau
eldri, frá sjö ára aldri til fermingar, söfnuðust saman í kirkjunni sjálfri
fyrir hádegi á sunnudögum. Varð fljótt húsfyllir á báðum stöðum og
stóð svo lengi. Varð Pétur því að virkja ungmenni og jafnvel aðra lítið
eitt eldri í barnastarfinu. Svo mikil aðsókn var í sunnudagaskólann að
fulltrúar góðtemplara komu að máli við Pétur um að börn kæmu nú
ekki lengur á fundi í barnastúkunum. Varð að ráði að halda skólann
aðeins annan hvern sunnudag þótt það kæmi niður á aðsókn.134 Vildi