Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 40
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 39
fyrstu sumarbúðirnar reistar við Ástjörn í Kelduhverfi 1946 og þá af
bræðrasöfnuðinum sem kenndur er við Sjónarhæð á Akureyri undir
stjórn enska trúboðans Arthurs Gook (1883–1959) og eftirmanns hans,
Sæmundar G. Jóhnnessonar (1899–1990).155 Sumrið 1959 hófst svo
bygging slíkra búða við Hólavatn í Eyjafirði á vegum KFUM&K á
Akureyri. Tóku þær þó ekki til starfa fyrr en í júní 1965.156 Fyrsti
vísir að sumarbúða rekstri á vegum þjóðkirkjunnar sjálfrar hófst á
Löngumýri í Skagafirði í skjóli Ingibjargar Jóhannsdóttur (1905–
1995) sem rak og stýrði húsmæðraskóla þar uns hún gaf þjóðkirkjunni
staðinn 1962. Um skeið leituðu forystumennirnir, Pétur og Sigurður á
Grenjaðarstað, varanlegri og heppilegri staðar. Upphaflega taldi Pétur
ákjósanlegt að búðirnar risu á bökkum Mývatns en varð því fljótt af-
huga, ekki síst vegna hins landlæga bitmýs. Loks var búðunum val-
inn staður við Vestmannsvatn í Aðaldal í landi jarðanna Fagraness og
Fagraneskots. Gáfu landeigendur lóð undir búðirnar sem risu þann-
ig í nágrenni við Grenjaðarstað. Vígði Sigurbjörn Einarsson biskup
sumarbúðirnar á þrenningarhátíð 1964 og hófst reksturinn daginn
eftir.157 Snemma á sjöunda áratugnum hóf þjóðkirkjan einnig rekst-
ur sumarbúða sem fremur voru miðaðar við börn af suðvesturhorni
landsins. Voru þær starfræktar á ýmsum stöðum þar sem heimavistir
stóðu auðar að sumrinu til eða annað heppilegt húsnæði var í boði.
Má þar nefna Kleppjárnsreyki, skála MR í Reykjakoti í Ölfusi, Laugar
í Sælingsdal og Krísuvík. Einu varanlegu sumarbúðir þjóðkirkjunnar
utan Vestmannsvatns risu svo í Skálholti og síðar að Eiðum.158
Í formannstíð Péturs í ÆSK í Hólastifti sammæltust prestar innan
þeirra um að halda sérstakar æskulýðsguðsþjónustur fyrsta sunnudag-
inn í mars ár hvert. Varð þetta frumkvæði upphafið að æskulýðsdegi
þjóðkirkjunnar sem enn er haldinn.159 1960 var svo stofnuð staða æsku-
lýðsfulltrúa við embætti biskups Íslands og fastari skipan komið á æsku-
lýðsdaginn.160 Má þar með segja að endurnýjunarviðleitni prestanna
norðanlands, og þá einkum Péturs Sigurgeirssonar, væri tekin að hafa
áhrif á landsvísu. Akureyrarprestar gengu þó sýnu lengra en þetta á sjö-
unda áratugnum og héldu mánaðarlegar æskulýðs- og fjölskyldumess-
ur.161 Gengust þeir fyrir að ÆSK í Hólastifti gaf út messubókina Unga
kirkjan (1967). Sigurbjörn Einarsson biskup ritaði ávarpsorð í bókina
þar sem hann þakkaði norðanmönnum framtakið og heimilaði þann-
ig notkun bókarinnar í helgihaldi. Þarna er að finna einfalt lesmessu-
form með klassískum messuliðum, kyríe, gloríu og víxllestri úr saltar-