Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 44

Andvari - 01.01.2019, Side 44
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 43 sóknarnefndarfólk, safnaðarfulltrúa, meðhjálpara og hringjara sem skilgreina áttu þessi hlutverk nánar.172 Til að styrkja safnaðarstarfið og auka samvinnu vígðra og óvígðra starfs- og trúnaðarmanna safnaðarins var bryddað upp á þeirri nýjung haustið 1969 að tillögu beggja prestanna, Péturs og Birgis, að koma á svokölluðu safnaðarráði við Akureyrarkirkju. Það var skipað prest- um og öðru starfsfólki við kirkjuna, kjörnum trúnaðarmönnum þar auk formanna þeirra félaga sem störfuðu í tengslum við kirkjuna. Var ráðinu ætlað að efla safnaðarstarfið og vinna að aukinni kirkjusókn í bænum. Starfaði ráðið fram í ársbyrjun 1975 og hafði þá beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum.173 Veturinn 1978 gekkst Pétur svo fyrir stofnun Bræðrafélags Akureyrarkirkju. Var það ætlað karlmönnum 16 ára og eldri en kvenfélag hafði verið starfandi allt frá þeim tíma sem kirkjan var í byggingu. Var félaginu ætlað að vinna að ýmsum sömu verkefnum og safnaðarráðinu og hefur e.t.v. verið hugsað sem nokkurs konar arftaki þess. Voru fyrirmyndir einkum sóttar til sams konar fé- lags við Bústaðakirkju í Reykjavík.174 Safnaðarlífið á Akureyri í tíð Péturs Sigurgeirssonar varð mörgum innblástur og hvatning til að helga sig enn frekar kirkjustarfi og þá sem prestar, organistar eða á annan hátt. Þrátt fyrir að alltaf sé torvelt að sýna fram á áhrifavalda á starfsval og framtíðarstefnu virðist mega leiða líkum að því að hátt í tugur presta hafi hlotið fyrstu kirkjulegu mótun sína undir handarjaðri Péturs.175 Ljóst er að Pétur Sigurgeirsson vakti athygli fyrir frumkvöðlastarf sitt í kirkjunni og þá ekki síst æskulýðsstarfið. Hannes J. Magnússon (1899–1972) skólastjóri á Akureyri og ritstjóri Heimilis og skóla, tíma- rits Kennarafélags Eyjafjarðar um uppeldismál, lýsti starfi Péturs svo á fyrstu árum hans í starfi: Eitthvert þróttmesta æskulýðsstarf, sem nú mun unnið vera innan íslenzku kirkjunnar, er starfsemi séra Péturs Sigurgeirssonar, prests á Akureyri. Þegar hann gerðist sóknarprestur á Akureyri fyrir 5–6 árum hóf hann þegar þrótt- mikið og fjölbreytt starf meðal barna og unglinga í söfnuðinum. Séra Pétur er óvenjulegur maður sakir áhuga síns og fórnfýsi í starfi sínu og leggur á sig óhemju mikið erfiði fyrir þessa starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að hann upp- skeri af því starfi í framtíðinni.176 Þegar Pétur varð sextugur 1979 og aðeins fá ár lifðu eftir af prestskap
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.