Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 55

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 55
54 HJALTI HUGASON ANDVARI í Víðförla, málgagni kirkjunnar, á þessu méli. Þrátt fyrir að landlæknir gæfi út það álit að notkun eins sameiginlegs kaleiks við altarisgöng- una ylli ekki smiti brá Örn Bárður Jónsson (f. 1949), þá sóknarprestur, t.d. á það ráð að panta frá Ameríku sérbikara úr plasti. Aðspurður um hvort notkun þeirra væri við hæfi kvað hann plast unnið úr olíu sem væri jarðefni eins og leir og silfur. Varpaði hann því fram að útdeil- ing í plastglös væri hugsanlega frábært guðfræðilegt tákn um hold- tekju Krists, „[…] þar sem hinn heilagi mætir söfnuði sínum í því lága og forgengilega, plastinu.“224 Í ljósi yfirstandandi umræðu um þann vanda sem einnota plastílát valda er hætt við að þetta meinta tákngildi plastsins verði að álítast barn síns tíma! Þessi háttur á útdeilingu víns- ins ruddi sér heldur ekki til rúms svo nokkru næmi. Í staðinn kom nú til sögunnar sú aðferð að dýfa oblátunni í vínið og deila þannig báðum efnunum út samtímis sem altítt er orðið í kirkjum landsins. Í biskupstíð Péturs Sigurgeirssonar var þungunarrof töluvert til um- ræðu og var einkum tekist á um heimildir til þess að rjúfa þungun af félagslegum ástæðum eins og þær voru samkvæmt lögum frá 1975.225 Voru fóstureyðingar — sem þá var einrátt heiti um slíkar aðgerðir — Pétri sýnilega ofarlega í huga eins og marka má af því að undir lok hirðisbréf síns (1986) í kafla sem að öðru leyti fjallaði um eitt helsta baráttumál hans á þeim tíma, kristnitökuafmælið, sagði hann: Þegar kristnitakan fór fram á Þingvöllum árið 1000 var ein af undanþágum, er gefin var heiðnum mönnum, að hin fornu lög skyldu standa um útburð barna. Þau lög voru numin úr gildi 16 árum síðar fyrir atbeina Ólafs helga Noregskonungs. Nú hefur það gerst hjá þjóð okkar, að þau fornu lög hafa aftur verið tekin í gildi, þ.e.a.s. að fóstureyðingar eru leyfðar af félagslegum ástæð- um. Ég tel ekki vera um eðlismun á þessu tvennu að ræða heldur stigsmun. Ef verðandi móðir á við félagsleg vandamál að stríða, er það alröng aðferð að mæta þeim með þeim hætti að ryðja úr vegi því lífi, sem kviknað hefur í móðurkviði. Þjóðfélaginu og einstaklingum ber að taka á sig ábyrgðina með öðrum hætti en þessum. Fóstureyðing er meira tilfinningamál og viðkvæmara en flest annað í þessum heimi, og síst af öllu er hægt að nokkur setji sig í dómarasæti og dæmi þá, sem ráða ekki við ofurþunga tilfinninganna. Það er von mín og bæn, að kristni þjóðar þurfi að nota sem stystan tíma til þess að sjá svo um, að lífsvonin fái eftirleiðis að ráða jafnt í lögum Guðs og manna.226 Afstaða biskupsins til þungunarrofs af félagslegum ástæðum var því skýr. Jafnframt mælti hann þó fyrir því sálgæslulega sjónarmiði að varast bæri dómhörku, sem og að öllum bæri að leggjast á eitt um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.