Andvari - 01.01.2019, Page 60
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 59
veltur líka að mestu á frumkvæði þeirra og athafnasemi. Þessar að-
stæður eiga sér langa sögu og skýrast m.a. af því hversu lengi hefð-
bundið dreifbýlis- og sveitasamfélag var hér við lýði og hve lengi
kirkjan var að aðlagast þéttbýlissamfélagi þegar það loks tók að ryðja
sér til rúms í landinu. Þá hafa ekki gengið hér yfir alþýðuvakningar
sem víða erlendis hafa skapað öfluga sveit óvígðra sem eru þess al-
búnir að taka virkan þátt í guðsþjónustuflutningi og öðru innra starfi
safnaðanna. Hér hefur sjálfboðið starf í kirkjunni fremur beinst að
formlegri hlutverkum, svo sem setu í sóknarnefndum og öðrum sam-
bærilegum stjórnunarhlutverkum auk starfa í og með kirkjukórum.
Sóknarnefndir voru líka lengi að öðlast fullan þroska og voru framan
af prestum til aðstoðar fremur en að vera fullmyndugar forystusveitir
í sóknunum. Prestakirkju-einkennið hefur svo í för með sér að þjóð-
kirkjan kemur mörgum fyrst og fremst fyrir sjónir sem hátimbruð,
opinber stofnun en síður sem hreyfing eða samfélag fólks — söfn-
uður heilagra — en samkvæmt lútherskri kirkjuguðfræði (e. ecclesi-
ology) er það hið raunverulega eðli kirkjunnar.239 Dæmigert fyrir þá
presta- og stofnunarkirkju sem hér starfar er að almennt er litið svo á
að sóknin, sem er landfræðileg stjórnar- og rekstrareining, sé grunn-
eining þjóðkirkjunnar en ekki söfnuðurinn sem er samfélag þess fólks
sem í sókninni býr og kemur saman til bænar, boðunar, þjónustu og
annars kirkjulegs lífs.240 Nú er nokkur breyting að verða á í þessu efni.
Þar skiptir tilkoma „nýju, íslensku þjóðkirkjuskipanarinnar“ nokkru
máli, auk átaksins sem gert var á sviði safnaðaruppbyggingar á loka-
áratug liðinnar aldar (sjá aftar). Mestu munar þó um baráttu og for-
dæmi presta á borð við Pétur Sigurgeirsson sem hófu uppbyggingu
nútímakirkju í landinu.
Eins og rakið var framar í greininni bauð Pétur Sigurgeirsson presta-
kirkjunni birginn þegar á Akureyrarárunum. Hann laðaði bæjarbúa í
stórum stíl að safnaðarstarfinu og virkjaði þá á þeirra eigin forsend-
um. Þá tók hann enn stærra skref er hann beitti sér fyrir að stofnað
var safnaðarráð sem auka átti samvinnu prestanna og óvígðs starfs-
fólks, kjörinna trúnaðarmanna og annarra þeirra sem mest komu að
safnaðarstarfinu.
Á biskupsstóli beitti Pétur sér áfram af afli fyrir viðgangi óvígðrar
þjónustu í þjóðkirkjunni. Þessi viðleitni hans kom fremur fram í verki
en mótaðri guðfræðilegri sýn. Ekki er þó vafi á að hún var hluti af
kirkjuskilningi hans. Þar skipti ekki síst máli að virkja sóknarnefnd-