Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 61

Andvari - 01.01.2019, Síða 61
60 HJALTI HUGASON ANDVARI irnar og tengja þær með virkari hætti innra starfi kirkjunnar. Þeim hugmyndum sínum lýsti hann svo: Ég hallast mjög að þeirri hugmynd að sóknarnefndarmenn hafi hver og einn sitt ákveðna verksvið, hafi með höndum umsjón og forustu í starfsgreinum og þjónustu er varða hvern söfnuð og kirkjuna í heild. Þannig gæti einn nefndar- maður tekið sérstaklega að sér málefni kristniboðans heima og erlendis og verið tengiliður Sambands kristniboðsfélaga við sóknina. Á sama hátt minni ég á Hjálparstofnun kirkjunnar sem einnig hefur þörf fyrir slíkan fulltrúa í sókninni. Þá mætti benda á fulltrúa í sóknarnefnd fyrir barna- og unglinga- starf, öldrunarþjónustu, söngmálin. Sérsvið þjónustunnar eru orðin marg- þætt, bæði þau sem hér hafa verið nefnd og fleiri sem gott væri að geta falið ákveðnum aðila í hverri sókn.241 Þótt sóknarnefnd Akureyrarkirkju starfaði vissulega ekki í þessum anda á starfsárum Péturs er líklegt að hann hafi hugsað til reynslu sinnar þar. Hann vísaði þó í þessu sambandi og ýmsu öðru til fram- sækinnar tillögu starfsháttanefndar þjóðkirkjunnar sem starfaði á átt- unda áratug liðinnar aldar.242 Athyglisverður þáttur í viðleitni til að knýja þjóðkirkjuna úr fari prestakirkjunnar var stofnun sérstakrar leikmannastefnu sem skapa skyldi óvígðum trúnaðarmönnum kirkjunnar áþekkan vettvang til samráðs og prestastefnan er fyrir vígða þjóna. Leikmannastefnan kom fyrst saman snemma árs 1987 í höfuðstöðvum þjóðkirkjunnar sem þá voru að Suðurgötu 22.243 Starfar hún enn en áhorfsmál er hvort hún hefur náð þeirri stöðu sem að var stefnt. Pétur Sigurgeirsson vildi ekki aðeins endurnýja og breyta presta- kirkjunni með því að efla starf óvígðra innan hennar. Hann var líka áhugasamur um að þróa og breikka hina vígðu þjónustu á vegum kirkjunnar. Þetta kemur glöggt fram í hirðisbréfinu en þar nefndi hann „þjónustu við náungann“, eins og hann kallaði kærleiksþjónustu eða díakóníu kirkjunnar, sem eitt af þremur meginhlutverkum hennar auk tilbeiðslu og predikunar (sjá framar).244 Um það efni ritaði hann: Nefna vil ég stétt, sem er mjög fágæt í kirkjunni okkar en fjölmenn í kirkjum annarra landa. Nefnist sú starfsgrein einu nafni „díakonía“ […] Þjónusta djáknanna felst í uppfræðslu, líknar- og hjúkrunarstörfum og predikunar- starfi. Til þessarar þjónustu hljóta menn vígslu. […] Því nefni ég þetta, að kirkjunni væri mikill fengur að þessari safnaðarþjónustu og myndi hún verða lyftistöng fyrir kirkjulífið.245
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.