Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 63

Andvari - 01.01.2019, Page 63
62 HJALTI HUGASON ANDVARI á prestastefnunni 1989 að áratugurinn sem framundan væri skyldi helg- aður þessu málefni.253 Sé starfsævi Péturs Sigurgeirssonar — 1947–1989 — sett í heims- sögulegt samhengi blasir við að hún spannar mestan hluta þess tímabils sem kennt er við kalt stríð. Þá var hann í Bandaríkjunum vorið 1945 er þarlend stjórnvöld fyrirskipuðu að kjarnorkusprengjunum væri varpað á Hiroshima og Nagasaki. Ætla má að þessir atburðir hafi orkað sterkt á Pétur. Benda má á að í maí 1946 birtist í Kirkjublaðinu pistill undir fyrirsögninni „Kjarnorkusprengjan og kristin trú“. Hann var vissulega þýdd, endursögð og stytt útgáfa af grein úr tímaritinu Christian Century og var eftir ritstjóra þess, Charles Clayton Morrison (1874–1966), en hann var prestur á vegum kirkjunnar Discipels of Christ sem tilheyrði reformertu (kalvínsku) kirkjudeildinni og aðhylltist auk þess kristinn sósíalisma. Tímaritið boðaði m.a. róttæka friðarstefnu (e. pacifism) og hafði beitt sér gegn fangelsun og einangrun Japana í Bandaríkjunum í kjölfar árásarinnar á Pearl Harbor (1941) og andmælt því að þau blönd- uðu sér í heimsstyrjöldina. Lokaorð greinarinnar eins og hún birtist í Kirkjublaðinu voru: Nú er svo komið að átrúnaðurinn á hið tímanlega og veraldlega er öllu mann- kyni ógnun um algjöra tortímingu. Átrúnaðurinn á valdið og peningana hefir fyrir löngu spillt siðmenning vorri. Átrúnaður á vísindalega þekkingu hefir aflagað menntun vora. Og nú, er vér höldum innreið vora í tíma kjarn- orkunnar, eigum vér það á hættu að falla fyrir átrúnaði á eina alheimsstjórn, er hefði við nægilegt afl að styðjast, en skorti trú til þess að stýra réttan veg. Hlutverk kristindómsins hefir aldrei verið jafn þýðingarmikið og augljóst eins og á þessum tíma kjarnorkusprengjunnar.254 Ekki þarf að fara í grafgötur með að Pétur hafi útbúið hina íslensku gerð greinarinnar og að hún tjái afstöðu hans sjálfs á öndverðum „tíma kjarnorkusprengjunnar“. Um það leyti sem Pétur tók við biskupsembætti hafði kjarnorku- ógnin tekið á sig nýja mynd með „nýrri kynslóð kjarnorkuvopna“. Með því er átt við skamm- og meðaldrægar eldflaugar búnar kjarna- oddum (e. Theatre Nuclear Forces, TNF) sem oft voru líka nefndar Evrópukjarnorkuvopn (e. Eurostrategic Weapons) en stórveldin í austri og vestri áformuðu að koma slíkum vopnum fyrir í Mið-Evrópu og auka þannig vígbúnað sinn. Höfðu kirkjur bæði austan hafs og vestan snúist til andstöðu við þessar áætlanir sem og alheimssamtök kirkna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.