Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 69

Andvari - 01.01.2019, Side 69
68 HJALTI HUGASON ANDVARI Pétur hefði komið með teikninguna frá Ameríku. Bjó Pétur þar með fjölskyldu sinni frá sumrinu 1950 uns þau hjónin fluttust í biskupsgarð í Reykjavík eða í rúm 30 ár.272 Kristín, tengdamóðir Péturs, var dóttir Matthíasar Eggertssonar (1865–1955) er þjónaði Grímsey sem prestur frá 1895 til 1937 er hann fékk lausn frá embætti rúmlega sjötugur að aldri. Mörkuðu hann og kona hans, (Mundína) Guðný Guðmundsdóttir (1869–1956), ýmis þáttaskil í eyjunni.273 Er þau hurfu á brott var skammt í að Miðgarðaprestakall yrði lagt af. Síðastur sat þar Róbert Jack sem fyrr er nefndur frá 1947 til 1953.274 Eftir það annaðist Pétur persónulega prestsþjónustu við Grímseyinga um langt skeið meðfram störfum sínum á Akureyri. Má því líta svo á að hann hafi þar með orðið eftirmaður Matthíasar, afa Sólveigar. Tók hann miklu ástfóstri við eyjuna og skrifaði m.a. bók um hana, staðhætti, mannlíf og menningu auk starfa sinna þar.275 Virðist þjónustan í Grímsey hafa verið Pétri mikils virði og lífgað upp á starf hans þótt oft hefði hún ýmiss konar erfiðleika í för með sér og væri stundum harðsótt vegna tíðarfars og skorts á reglubundnum samgöng- um. Vel má vera að þar hafi skipt miklu að faðir hans fól honum þjón- ustuna persónulega er hann vísiteraði í Grímsey 1953. Vegna þjónustu sinnar þar kallaði Pétur sig stundum „þjón hafkirkjunnar“ og sóknar- fólkið „sjávarsöfnuðinn“.276 Kostaði Pétur kapps um að komast út í eyjuna a.m.k. ársfjórðungslega og tóku ferðirnar oftast þrjá daga. Alls mun hann hafa farið í 116 embættisferðir í eyjuna. Þar beitti hann eftir því sem kostur var sömu aðferðum og á Akureyri og stofnaði t.d. æsku- lýðsfélag í Grímsey 1964. Framan af ferðaðist hann jafnan sjóleiðis og gat farkosturinn verið allt frá varðskipi til fiskibáts. Eitt sinni fór hann jafnvel með freigátu úr flota hennar hátignar Bretadrottningar en þá fyrir hálfgerð mistök. Atvikið sýnir þó hlið á Pétri sem göml- um Akureyringi er ekki alveg ókunn. Hann hafði veitt því athygli að við Oddeyrartanga lá skip er honum virtist frá Landhelgisgæslunni og hugðist að venju fá að fljóta með út í eyjuna. Þegar á hafnarbakkann kom sá hann hvers kyns var. Það lét hann þó ekki slá sig út af laginu heldur bar upp bónina við kafteininn borðalagðan í bak og fyrir þótt hún virtist fjarstæðukennd. Flotaforinginn varð þó við bón prestsins. Síðar tóku flugsamgöngur við þótt ekki væru þær endilega tryggari vegna erfiðra veður- og lendingarskilyrða.277 Pétur Sigurgeirsson var kjörinn vígslubiskup og vígður til þess emb- ættis á Hólum 24. ágúst 1969.278 Á þessum tíma giltu upphafleg lög
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.