Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 72

Andvari - 01.01.2019, Síða 72
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 71 sem hann ritaði kominn fast að áttræðu lagði hann þó af sér „biskups- skrúðann“ og kom fram af þeirri fölskvalausu einlægni og lítillæti sem þeim er til þekktu blandaðist ekki hugur um að var honum í blóð borið. En þar greindi hann á hispurslausan hátt frá þeirri þungu raun sem þau hjónin áttu að mæta á biskupsárunum er Guðrún dóttir þeirra sem átti við erfiðan sjúkdóm að stríða sá, þrátt fyrir einlæga trú, ekki annað úrræði en að „[…] flýta fyrir dauða sínum […]“ eins og Pétur komst að orði.286 Þarna rauf reyndur prestur og sálgætir þagnarmúr sem var þykkur á þessum tíma og deildi eigin harmi með lesendum sínum sem hljóta að dást að þreki hins aldna biskups. Má fullvíst telja að hann hafi með þessu sýnt þeim ótalmörgu okkar á meðal sem eiga við svipaðar aðstæður að etja ómetanlega samstöðu, samhug og hvatningu. Pétur Sigurgeirsson lést 4. júní 2010 á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þar sem hann dvaldi síðustu mánuðina. Hafði þá sykursýki sem hann hafði átt við að stríða síðan í upphafi áttunda áratugar lið- innar aldar tekið sinn toll en hún hafði á tímabilum háð honum mikið í starfi og utan þess.287 Útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju 11. s.m. Karl Sigurbjörnsson biskup jarðsöng en Kristján Valur Ingólfsson, síðar vígslubiskup í Skálholti, mælti yfir moldum hans. Um biskupinn Pétur Sigurgeirsson fórust honum m.a. svo orð: Pétur stýrði biskupsembættinu af sömu ljúfmennsku og einkenndi öll hans störf. Hann var mjög vel vakandi fyrir nauðsyn góðra samskipta milli kirkj- unnar og allra þeirra sem komu að velferðarmálum í landinu, og hélt vel við traustum tengslum við Alþingi og ráðamenn þjóðarinnar og ekki síður allan almenning í landinu. Hann vildi efla samstarf allra þeirra sem játuðu kristna trú og unnu kristnum sið. Hann hafði breiðan faðm sem var opinn öllum.288 Dr. Gunnar Kristjánsson, þá prófastur á Reynivöllum í Kjós, var einn þeirra fjölmörgu sem rituðu í minningu Péturs á útfarardaginn. Þar greindi hann stöðu Péturs á líkan hátt og hér hefur verið gert. Hann ritaði m.a.: Séra Pétur mótaðist sem guðfræðingur á stríðstímum og á uppbyggingarár- unum í kjölfar þeirra. Hann var fulltrúi framsækinnar kirkjustefnu sem þekkti mótlæti stríðsins en fann að starf hennar átti hljómgrunn og boðskapur hennar féll í góða jörð á tímum þegar spurt var um nýja von í hrundum heimi. Í því efni ávaxtaði hann arf hinnar breiðu, samfélagslega sinnuðu, frjálslyndu þjóð- kirkjuhefðar með áherslu á aðkomu að málefnum líðandi stundar, hvort sem var á vettvangi hinnar pólitísku umræðu, á sviði menntunar og menningar eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.