Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 88

Andvari - 01.01.2019, Page 88
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR Jón Árnason, ævi og störf Jón Árnason var meir en meðalmaður á hæð og þrekinn að því skapi og nokkuð sívalur í vexti og beinvaxinn, toginleitur í andliti og nefið hátt framan og nokkuð bólugrafinn, móeygur og jarpur á hár og skegg og stóð skeggið þunnt; hann var karlmenni að burðum, er hann var ungur, og að öllu vel að sér ger, en varð snemma hrumur. Hann var stilltur vel í skapi og hógvær hversdagslega, en þéttur fyrir, ef á hann var leitað, og allóvæginn, gamansamur í orðum og fyndinn og gat verið næsta orðhvass, er því var að skipta, og þó enginn mælskumaður. Hann var hinn mesti iðjumaður alla æfi; mátti svo segja, að hann væri aldrei óvinnandi; þá er hann sat eigi við ritstörf eða gegndi eigi störfum þeim, sem honum voru á hendur falin, þá vann hann líkamlega vinnu, er hann hafði vanizt í æsku, eða gekk langar leiðir, venjulega hvern dag og hvernig sem viðraði, sér til heilsubótar og lifði svo reglulegu lífi, sem framast var unnt.1 Þannig lýsir Pálmi Pálsson Jóni Árnasyni í grein sem birtist í Andvara árið 1891, þremur árum eftir að Jón lést. Jón fæddist 17. ágúst 1819 á Hofi á Skagaströnd. Hann var sonur séra Árna Illugasonar (1754–1825),2 sem var prestur þar frá 1796 til dauðadags, og þriðju konu hans, Steinunnar Ólafsdóttur (1789–1864). Jón var á sjöunda ári þegar faðir hans lést og fór þá með móður sinni frá Hofi. Steinunn „varð að hrekjast á sína jörðina hvert árið af þeim þremur næstu, þar Hofsbrauð er svo lítið, að hún gat ekki setið á ekkjulénsjörð neinni“.3 Hún varð seinna ráðskona hjá Magnúsi Pálssyni (1792–1862) bónda, síðast á Syðri-Ey, en fór að Auðkúlu vorið 1858 og lést þar hjá séra Jóni Þórðarsyni (1826–1885),4 en Þórður (1803– 1862) faðir hans og Jón Árnason voru hálfbræður.5 Jón var fyrst með móður sinni og hún kenndi honum að lesa en síðan kom hún honum til kennslu hjá Magnúsi Árnasyni (1772–1838), Þingeyrapresti, sem bjó í Steinnesi. Þá var Jón á ellefta ári, og á næstu þremur árum lærði hann kverið auk skriftar og reiknings, en gekk jafnframt að ýmsum störfum. Eftir að hafa dvalið ár hjá móður sinni fór hann síðan til fyrrnefnds Þórðar bróður síns sem þá bjó í Skarði í Landssveit. Annan og þriðja veturinn, sem Jón var í Skarði, fór hann á vetrarvertíð á Suðurnesjum, en þann fjórða kom Þórður honum síðan til séra Ásmundar Jónssonar (1808–1880) í Odda, sem kenndi Jóni aðallega latínu og reikning. Það var séra Ásmundur sem sótti um skólavist í Bessastaðaskóla fyrir Jón en þaðan lauk hann stúdentsprófi í maí 1843. Sama
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.