Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 93
 92 RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR ANDVARI Þegar líður að útgáfu fyrra bindisins bætast við vandræði vegna formála að safninu. Jón hafði sent stutt uppkast að formála til Guðbrands haustið 1860 og fullkomnari texta 9. maí 1861,38 en hvorugur textinn féll Guðbrandi í geð eins og kemur fram í bréfi hans til Maurers frá 9. júní 1861, þar sem hann segir: Formáli Jóns líkar mér ekki; hann er þúngr, gáfuskot ekkert, en strit og erfiði; vantar alla gleði og „humor“. Ekki þori eg að ávíta prestana, 200 prestar, þar sem hver getr sagt upp upp [ógreinilegt tákn] í Jesu nafni, það eru 1400 og enginn má við margnum. Það er siðr að stúlkur klappa á júfrið á kúnum þegar þær hafa selt vel en Jón gerir ekki svo, við fáum lofið 3 eða svo en bændr og prestar ekki nema harmagrát og snupru þetta verðr Jón að bæta síðar, formálanum liggr ekki á enn.39 Maurer treysti greinilega Guðbrandi algjörlega í þessum efnum40 og þeir ákveða að hvetja Jón til þess að endurskrifa formálann. Jón sendi að lokum nýjan formála í nóvember, ásamt titilblaði og tileinkun,41 eftir að Maurer hefur í mörgum bréfum lagt áherslu á við Guðbrand að hann bráðvanti titil á verkið, tileinkunina og síðast en ekki síst endurskoðaðan formála frá Jóni.42 Guðbrandur skrifar Maurer síðan rétt fyrir jólin og segir honum að póst- skipið hafi „komið fyrir nokkrum dögum, og hafði að færa formála frá Jóni, sem eg hefi borið undir Jón Sigurðsson, og hann ásamt mér álitið ótæk- an; hann er hinn fyrri í öngu bættr“.43 Maurer stingur þá upp á því að þeir segi Jóni að formáli hans hafi komið of seint og biður Guðbrand að skrifa stutta athugasemd, nokkurs konar afsökun, þar sem komi fram að formáli að safninu muni birtast í næsta bindi þess.44 Guðbrandur sendir hins vegar full- kominn formála og Maurer svarar að hann sé viss um að Jón Árnason verði mjög ánægður að sjá safnið sitt prentað með svona góðum formála.45 Það er áhugavert að sjá að Guðbrandur laug aldrei að Jóni eins og Maurer hafði stungið upp á heldur skrifaði einfaldlega: Með formálann sjáið þér, hvað við höfum gjört. Eg vona að þér ekki fyrtist því, eins og það og er gjört í græskuleysi, og veit enginn nema Jón Sigurðsson og Maurer neitt um það“.46 Seinna bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar kom út 1864, aftur með hjálp Maurers, og aftur án formála eða eftirmála skrifuðum af safnaranum sjálf- um. Þegar Maurer sendi Jóni lokaprófarkirnar útskýrði hann að síðustu tvö bréf frá Jóni hefðu farið eitthvað á flakk í póstinum og ekki borist honum fyrr en of seint til að hægt væri að prenta eftirmála og lista Jóns yfir sögu- menn og safnara. Maurer hafði þess vegna sjálfur útbúið listann og skrifað stuttan eftirmála til að fylgja verkinu úr hlaði.47 Í sama bréfi lýsir Maurer yfir ánægju sinni með að verkinu skuli nú vera lokið og að hann þurfi ekki að lesa og leiðrétta fleiri prófarkir, en hann samgleðst einnig Jóni og hrósar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.