Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 94

Andvari - 01.01.2019, Síða 94
ANDVARI JÓN ÁRNASON, ÆVI OG STÖRF 93 honum fyrir þetta mikla verk. Eftir þetta fara bréf á milli Konrads Maurers og Jóns Árnasonar ekki jafnört og áður en þeir skrifuðust samt á allt þar til skömmu fyrir andlát Jóns. Þjóðsagnasafnarinn Útgáfuferill þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar er þó ennþá flóknari en hér hefur verið lýst því að Jón Árnason safnaði ekki bara sjálfur, heldur fór hann þá leið að skrifa vinum sínum „og skólabræðrum og öðrum fræðimönnum víðs vegar um landið“ og lét fylgja með yfirlit eða „Hugvekju“ yfir það sem hann vildi helst að þeir söfnuðu eða létu safna.48 Langstærsti hluti þjóð- sagnasafns Jóns Árnasonar er þess vegna sögur sem hann fékk úr handritum annarra og útgáfusaga þess vekur þannig upp margar forvitnilegar spurning- ar um ferli þeirra og breytingar sem gerðar hafa verið á leiðinni. Með mik- illi einföldun má segja að sögurnar hafi verið skrifaðar niður eftir alþýðu- fólki og þeim síðan breytt af menntamönnum, s.s. prestum. Þær fóru loks í gegnum ritstjórnarferli (eins og fjallað er um hér að framan), þar sem þeim var e.t.v. breytt frekar, sögum blandað saman til að fá eina frásögn af sama atburði og sumum var sleppt og aðrar teknar með í útgáfuna. Vegna vinnubragða Jóns hefur verið talað um að hann hafi ekki verið virkilegur þjóðsagnasafnari heldur hafi hann mun frekar gegnt hlutverki ritstjóra.49 Þó er hægt að finna sögur í safninu sem Jón safnaði sjálfur af vörum fólks og hann nýtti líka eldri handrit og prentaðar bækur. Sú sem hér ritar skoðaði söfnun Jóns sjálfs fyrir nokkrum árum og lagði upp með spurningar sem snerust um kynjaskiptingu heimildarfólks hans, af hvaða stétt það fólk væri, hvaðan af landinu það kom, tengsl þess innbyrðis, og að lokum hvernig sögur það sagði. Niðurstaðan varð í stuttu máli sú að í hópi heimildarfólks Jóns voru mun fleiri karlar en konur, fólkið var lang- flest úr efri stéttum þjóðfélagsins og meirihlutinn átti heima í Reykjavík eða nágrenni.50 Við þá rannsókn var farið eftir manntali 1860 en Jón bjó þá sjálfur við Austurvöll. Skráning hans á þjóðsögum hverfist aftur á móti að mjög miklu leyti um húsið við Aðalstræti 6 (nú 16) þar sem hjónin Jón Guðmundsson (1807–1875) og Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812–1876) bjuggu. Heimili þeirra var sannkölluð menningarmiðstöð Reykjavíkur þess tíma, með föstum menningarsamkomum sem haldnar voru á hverju sunnu- dagskvöldi yfir veturinn, með leikæfingum, upplestrum og söng.51 Auk þess seldi Hólmfríður mat til skólapilta yfir veturinn og til alþingismanna um þingtímann og nokkrum fátækum piltum var gefið að borða í einn eða tvo mánuði á hverjum vetri og er Sigurður málari nefndur sem einn þeirra.52 Þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.