Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 107

Andvari - 01.01.2019, Page 107
106 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI drætti frá Guðrúnu frá Lundi. Þannig vinna að líkindum flestir höfundar skáldrita, eins og Þórbergur benti á í tali sínu um „bókmanneskjur“. Vitaskuld getur verið varasamt að rekja tilteknar persónulýsingar beint til ákveðinna einstaklinga en óhætt ætti að vera að benda á áhugaverðar samsvaranir eins og hér er gert; slíkur samanburður gefur innsýn inn í aðferðir skálda. Nefna má að Þórbergur Þórðarson virðist höfundi reyndar hugleikinn víðar en í lýsingunni á Aroni Elífs. Til dæmis hittir Páll eitt kvöldið ónefndan mynd- listamann á miðjum aldri sem er nokkuð við skál og syngur bullvísur í sí- fellu: „Tjúllí rúlla rilli / Tjúlli rúlla ræ, / Tjúlli rúlla rilli / Tjúllum rúlla ræ“ og grípur þess á milli til orðalagsins „Sveiattann! Ullabjakk!“. Hvorttveggja liggur beint við að tengja Þórbergi; hið fyrrnefnda við skopkvæðagerð hans og hið síðarnefnda endurteknu stefi í Sálminum um blómið.10 Og fyrrnefndur Steindór Guðbrandsson, ein skemmtilegasta mannlýsing þríleiksins og mikil andstæða við Pál sögumann í hugsun og háttalagi, hefur líka persónuein- kenni sem virðast vísa lóðbeint á Þórberg, eins og minnst verður á undir lok greinarinnar. En víkjum þá að títtnefndu skáldi. Aron Eilífs kemur við sögu í öllum bindum þríleiksins og má í raun telj- ast ein helsta aukapersóna verksins. Hann er kynntur til sögu snemma í Gangvirkinu þegar ritstjóri Blysfara, blaðsins sem Páll vinnur á, spyr Pál hvort hann kannist við Aron. Hvaða maður er það? Spekingur og skáld, svaraði húsbóndi minn. Hann talar stundum í útvarpið. Það eru allar kellingar hrifnar af honum. Æjá, sagði ég. Hvernig læt ég! Aron Eilífs! Hann á þrjú hundruð óprentaðar hugleiðingar og sextíu pund af kvæðum. Ég fékk þessa syrpu hjá honum í gær, og hefði getað fengið helmingi meira, ókeypis eins og þú getur nærri. (Gangvirkið, 87.) Páll fær það hlutverk að velja úr safni Arons „eina hugleiðingu og stutt kvæði“ og verður það fastur liður í starfi hans við Blysfara að velja efni til birtingar eftir Aron og skera það niður svo það passi í blaðið. Engar sterkar tengingar við Þórberg vakna í upphafi lýsingarinnar á verkum Arons, þvert á móti koma aðrir samtímamenn Ólafs Jóhanns upp í hugann: Hugvekjurnar voru yfirleitt skrifaðar með svörtu og bláu bleki á löggiltan skjalapappír, en ljóðin með rauðu og grænu bleki á heiðgular, ljósbláar, silfurgráar og rósbleikar arkir, sennilega mjög dýrar. Ég las um hugræna sjálfúð og sjálf- ræna hugúð, vitræna skapúð og skapræna vitúð, tónræna geðúð og geðræna tónúð, draumræna ljóðúð og ljóðræna draumúð, las hálfringlaður um Verðund og Verund, um Alveruna og aðferðir til að hvíla í Alverunni, um Leyndardóminn, Fullkomnunarstigann, Vizkubrautina, Kenningar Meistaranna og Undrið Mikla, en staðnæmdist loks við ádeilugrein á molasykur, sem hét Heilsuþjófur, og stutt kvæði,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.