Andvari - 01.01.2019, Page 112
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 111
miðjum þessum barmi glóði sporöskjulöguð brossía, litlu minni en brjóstsykur-
dósirnar sem fengust einu sinni í verzlun Sigurvalda Nikulássonar á Djúpafirði.
(Gangvirkið, 117–118.)
Jón segir Páli að „Jóhanna hefði ávallt verið mesta piltagull, – hún hafði
trúað honum fyrir því að roskinn togaraskipstjóri, efnaður kaupmaður og
ungur farkennari úr sveit, sem nú er orðinn þjóðfrægur spekingur og kallaði
sig Aron Eilífs, hefðu gengið á eftir sér með grasið í skónum þegar hún var
liðlega tvítug“ (Gangvirkið, 118). Páll neitar að fjalla um framkomu Dossa
Runka í Blysfara en skrifar í staðinn fyrir hann harðort bréf til dólgsins –
með hótun um blaðaskrif – sem hefur tilætluð áhrif.
Þessi fyrsta lýsing á Jóhönnu dregur upp mynd af lauslátri og hégóma-
fullri konu enda kemur í ljós í næsta bindi þríleiksins að þótt hún hafi ekki
tekið saman við Dossa Runka þá komust fleiri upp á milli þeirra Jóns, bæði
„hann Fúsi fart [...] og svo hann Sjalli“ (Seiður og hélog, 131). „Sjalli“ er
heiti yfir breskan hermann; Jóhanna hefur því lent í „ástandinu“ og eru þau
Jón Guðjónsson „skilin fyrir nokkru“ þegar fundum hans og Páls ber næst
saman. Og hann hefur fleiri fréttir að færa Páli: „Ætli hún sé ekki að taka
saman við þetta skáld, sem hún þekkti einu sinni, þennan Aron Eilífs. [...]
Hún vill hann víst núna. Þetta er orðið svo frægt og farið að lesa í útvarpið“
(Seiður og hélog, 131). Eftir að Aron Eilífs tekur saman við Jóhönnu verður
umbylting á lífi skáldsins sem hættir bókarastörfum sínum til að helga sig
ritstörfum: „Hann er kominn í tygi við vafasaman kvenmann. Hann er far-
inn að trúa því, að hann sé stórskáld og snillingur“, eins og fyrrum húsbóndi
hans, Bjarni Magnússon, tjáir Páli og heldur áfram:
Eilífs væri búinn að vinna hjá honum á skrifstofunni í fullan áratug og hefði aldrei
skorazt undan því að bæta á sig störfum í forföllum annarra, aldrei þótzt vera vant
við látinn, aldrei staðið upp klukkan fimm og rokið á dyr, ef aðkallandi verkefni
biðu úrlausnar. Eilífs væri flestum mönnum traustari og dyggari, að vísu heldur
seinvirkur, en lúsiðinn og samvizkusamur, nákvæmnin óbrigðul, rithöndin sér-
lega falleg og skýr – eins og mér hlyti að vera kunnugt. Hann sagði að Eilífs hefði
unað hag sínum vel á skrifstofunni og verið metinn þar að verðleikum. Hann væri
kominn í álnir, ætti þriggja herbergja íbúð og hefði farið um hver mánaðamót í
banka með drjúgan hluta af kaupinu sínu, enda maður einhleypur, sparsamur með
afbrigðum og neyzlugrannur, tíndi í sjálfan sig njóla og arfa á sumrin, en æti lauk
og hráar kartöflur á veturna. (Seiður og hélog, 169–170.)
Hanna Eilífs heldur manni sínum að verki og gengur í það að rukka fyrir
hann hjá þeim sem hafa birt verk hans. Hún mætir á skrifstofu Blysfara og
hittir þar fyrir Valþór ritstjóra: