Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 112

Andvari - 01.01.2019, Síða 112
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 111 miðjum þessum barmi glóði sporöskjulöguð brossía, litlu minni en brjóstsykur- dósirnar sem fengust einu sinni í verzlun Sigurvalda Nikulássonar á Djúpafirði. (Gangvirkið, 117–118.) Jón segir Páli að „Jóhanna hefði ávallt verið mesta piltagull, – hún hafði trúað honum fyrir því að roskinn togaraskipstjóri, efnaður kaupmaður og ungur farkennari úr sveit, sem nú er orðinn þjóðfrægur spekingur og kallaði sig Aron Eilífs, hefðu gengið á eftir sér með grasið í skónum þegar hún var liðlega tvítug“ (Gangvirkið, 118). Páll neitar að fjalla um framkomu Dossa Runka í Blysfara en skrifar í staðinn fyrir hann harðort bréf til dólgsins – með hótun um blaðaskrif – sem hefur tilætluð áhrif. Þessi fyrsta lýsing á Jóhönnu dregur upp mynd af lauslátri og hégóma- fullri konu enda kemur í ljós í næsta bindi þríleiksins að þótt hún hafi ekki tekið saman við Dossa Runka þá komust fleiri upp á milli þeirra Jóns, bæði „hann Fúsi fart [...] og svo hann Sjalli“ (Seiður og hélog, 131). „Sjalli“ er heiti yfir breskan hermann; Jóhanna hefur því lent í „ástandinu“ og eru þau Jón Guðjónsson „skilin fyrir nokkru“ þegar fundum hans og Páls ber næst saman. Og hann hefur fleiri fréttir að færa Páli: „Ætli hún sé ekki að taka saman við þetta skáld, sem hún þekkti einu sinni, þennan Aron Eilífs. [...] Hún vill hann víst núna. Þetta er orðið svo frægt og farið að lesa í útvarpið“ (Seiður og hélog, 131). Eftir að Aron Eilífs tekur saman við Jóhönnu verður umbylting á lífi skáldsins sem hættir bókarastörfum sínum til að helga sig ritstörfum: „Hann er kominn í tygi við vafasaman kvenmann. Hann er far- inn að trúa því, að hann sé stórskáld og snillingur“, eins og fyrrum húsbóndi hans, Bjarni Magnússon, tjáir Páli og heldur áfram: Eilífs væri búinn að vinna hjá honum á skrifstofunni í fullan áratug og hefði aldrei skorazt undan því að bæta á sig störfum í forföllum annarra, aldrei þótzt vera vant við látinn, aldrei staðið upp klukkan fimm og rokið á dyr, ef aðkallandi verkefni biðu úrlausnar. Eilífs væri flestum mönnum traustari og dyggari, að vísu heldur seinvirkur, en lúsiðinn og samvizkusamur, nákvæmnin óbrigðul, rithöndin sér- lega falleg og skýr – eins og mér hlyti að vera kunnugt. Hann sagði að Eilífs hefði unað hag sínum vel á skrifstofunni og verið metinn þar að verðleikum. Hann væri kominn í álnir, ætti þriggja herbergja íbúð og hefði farið um hver mánaðamót í banka með drjúgan hluta af kaupinu sínu, enda maður einhleypur, sparsamur með afbrigðum og neyzlugrannur, tíndi í sjálfan sig njóla og arfa á sumrin, en æti lauk og hráar kartöflur á veturna. (Seiður og hélog, 169–170.) Hanna Eilífs heldur manni sínum að verki og gengur í það að rukka fyrir hann hjá þeim sem hafa birt verk hans. Hún mætir á skrifstofu Blysfara og hittir þar fyrir Valþór ritstjóra:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.