Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 114

Andvari - 01.01.2019, Side 114
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 113 Þegar Páll ber erindið upp við ritstjórann tekur hann það óstinnt upp og skellir skuldinni alfarið á konu skáldsins og kveðst: „hafa sannfrétt að Aron Eilífs byggi við harðstjórn, yrði að sitja og standa eins og finngálkn þetta vildi, fengi ekki lengur ætan bita, heldur tros og vatnsgraut [...]. Eins og títt væri um flennur og pútur, þegar þær færu að spekjast, vildi kellingin fyrir hvern mun efnast og reytti hverja krónu af bónda sínum, plokkaði hann eins og rjúpu“ (Drekar og smáfuglar, 351). Valþór brýtur þó odd af oflæti sínu og byrjar aftur að birta ljóð og greinar skáldsins, þó ekki af góðmennsku einni saman heldur höfðu lesendur blaðsins kallað þráfaldlega eftir meira efni frá Aroni Eilífs. Margt í framangreindri lýsingu á frú Hönnu Eilífs minnir á lýsingar á Margréti, eiginkonu Þórbergs, og skal nú vikið að henni. Margrét Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir var fædd 3. september 1899 og var því ellefu árum yngri en Þórbergur. Þau kynntust sumarið 1932 og gengu í hjónaband fyrsta októ- ber sama ár. Margrét átti að baki nám í Kvennaskóla Reykjavíkur, sem og nám í hannyrðum og kjólasaum í Danmörku þar sem hún bjó í nokkur ár. Margrét var mikil hannyrðakona og var meðal annars þekkt fyrir að sauma og setja upp púða – líkt og frú Hanna Eilífs. Þórbergur og Margrét eignuð- ust ekki börn saman en bæði áttu börn fyrir. Af þeim börnum fóru lengi vel litlar sögur og ekki bjó neitt þeirra hjá þeim, nema sonur Margrétar öðru hverju.19 Um Margréti spunnust miklar sögur meðal kunningja Þórbergs og margar hverjar ófagrar, svo sem að hún hafi verið skapvargur mikill, hégómagjörn og ráðrík. Í bók Halldórs Guðmundssonar, Skáldalíf, er lítil- lega fjallað um hjónaband Þórbergs og Margrétar og þar segir meðal annars: „Margrét Jónsdóttir var skapstór kona og gat verið erfið í umgengni, um það ber flestum saman.“20 En Halldór skrifar einnig: Því verður hins vegar ekki á móti mælt að Margrét hvatti Þórberg og styrkti í þeirri fyrirætlun að verða atvinnurithöfundur. Þórbergur var afskaplega ópraktískur maður [...] og átti ekki auðvelt með að koma ár sinni fyrir borð í mannlegu félagi. Margrét annaðist fjármál þeirra og önnur mál heimilisins og varð smám saman eins konar umboðsmaður Þórbergs sem rithöfundar. Hún var sá stafur sem hann studdist við [...] Að þessu leyti átti hún sinn þátt í þeim merkilegu verkum sam hann gaf þjóð sinni. Það var ekki fyrr en eftir að þau gengu í hjónaband sem hann ákvað, skýrt og skorinort, að helga líf sitt ritstörfum.21 Ljóst er að þegar Þórbergur kynntist Margréti var hún glæsileg kona og skemmtileg að margra mati, þótt aðrir ættu bágt með að þola hana.22 Hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.