Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 116

Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 116
ANDVARI HJÓNAÞÁTTUR: SKÁLDIÐ OG SKASSIÐ 115 Það sker í augu hvað hún er „karlmannleg“ í samskiptum við hitt kynið, hikar ekki við að taka frumkvæðið og stendur fyrir vikið innan við þrítugt uppi sem einstæð móðir tveggja barna. Fyrra barninu, Einarssyni (1927), kemur hún fyrir hjá foreldrum sínum, en þegar hún verður ólétt öðru sinni að Þorvaldsdóttur (1929) heldur hún til Kaupmannahafnar og eignast barnið þar. Snemma í útlegðinni hittir hún læknishjón frá Stykkishólmi sem hrífast svo af stúlkunni að úr verður ættleið- ing. Margrét er laus og liðug á ný – en áfellisdómur samfélagsins eltir hana. Við að hlýða kalli náttúrunnar hefur hún hrapað niður mannvirðingarstigann. Athöfnum sem færast kreditmegin á karlmanninn hættir til að koma debetmegin á konuna.26 Þá spyr Pétur einnig: „Hvernig ber að skilja Margréti? Er einhver lykill sem gengur að geði hennar og hegðun?“ og dregur upp mynd af fjörmiklu og sjálfstæðu stúlkubarni: Af lýsingum hennar sjálfrar að dæma hefur hún verið óvenju hvatvís krakki, for- ingi í leikjum barnanna sem stóð uppi í hárinu á fullorðna fólkinu og náði hámarki þegar hún neitaði að láta ferma sig – og hafði sitt fram. Bernsku og uppvexti lýsir hún sem hamingjutíma og Njarðvíkurstúlkan Margrét sest í Kvennaskólann í Reykjavík þaðan sem hún lýkur fjögurra ára námi. Eins og ekki var óalgengt með stúlkur af skárra standi heldur hún í fyllingu tímans til Kaupmannahafnar þar sem hún lærir matseld og æðri húsmóðurstörf: að setja upp púða, sauma gluggatjöld, fóðra klukkustrengi og búa til gerviblóm.27 Og Pétur lætur ekki þar við sitja í lýsingu sinni á Margréti. Hann dregur ekkert undan að hér er skapstór og oft á tíðum viðskotaillur kvenmaður á ferð, en hann byggir myndina af henni upp á fallegan hátt. Hann lýsir þeirri Margréti sem Þórbergur kynntist sem kynþokkafullri og skemmtilegri konu, enda traustar heimildir fyrir hvoru tveggja. Þá ítrekar hann, líkt og Halldór Guðmundsson og Einar Bragi, að sú reglubundna umgjörð sem hjónaband- ið færði Þórbergi hafi verið nauðsynleg forsenda þess að Þórbergur endur- fæddist til ritstarfa. Hann vitnar í orðsendingar og bréf sem á milli Þórbergs og Margrétar fóru á ólíkum tímaskeiðum hjónabandsins sem bera vitni um gagnkvæma ást. Og þegar hann lýsir skapbrestum Margrétar reynir hann að skilja þá. Hann gerir virðingarverða tilraun til að skilja Margréti með því að skoða það hlutverk sem konum var ætlað á þeim tíma sem Margrét var ung. Þegar hann ræðir skapgerð Margrétar og hjónaband þeirra Þórbergs vísar hann í rit Simone de Beauvoir um „Hitt kynið“, Le Deuxéme Sexe, sem kom út árið 1949 þegar Margrét var tæplega fimmtug. Í því mikla riti bendir Simone de Beauvoir á að líf kvenna af hennar eigin kynslóð og fyrri kynslóð- um hafi verið skilyrt af hamlandi kynhlutverki sem hafi óhjákvæmilega sett mark sitt á líf kvenna og jafnvel leitt til vanlíðunar og taugaveiklunar. Pétur heimfærir þetta yfir á Margréti sem lifir og hrærist „í veröld sem karlkynið hefur mótað“ og sýpur seyðið af því að beygja sig ekki undir karlveldisregl- urnar, meðal annars með því að verða efniviður skops í slúðri almennings og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.