Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 123

Andvari - 01.01.2019, Page 123
122 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI sem annar elst upp í stórri menningarborg í miðri Evrópu en hinn fæðist á fámennri eyju á jaðri álfunnar. Á hinn bóginn er Veröld sem var skrifuð af útlaga og hann kallar í bók sinni fram æskuheim sem hann hefur glatað á skrifandi stund (bæði sem Austurríkismaður og gyðingur). Halldór á enn eftir að endurvitja bernsku sinnar í bókum, en hefur raunar hreiðrað um sig á æskuslóðunum og farið þaðan í sínar ferðir. Verkin eru ólík hvað andrúm varðar, en það mótast í hvoru verki um sig af þeim ólíku röddum sem þar mæla, innbyggðum sjónarhornum og afstöðu sögumanna, sem og mismun- andi samspili nálægðar og fjarlægðar gagnvart því sem um er rætt. Fyrsti kaflinn í Veröld sem var hefst með þessum orðum: „Ef ég á að lýsa tímabilinu á undan heimsstyrjöldinni fyrri í sem fæstum orðum, held ég, að það verði bezt gert með því að kalla það gullöld öryggisins. Í hinu forna austurríska keisaradæmi virtist allt byggt á bjargi og sjálft var ríkisvald- ið hornsteinn þessa trausta samfélags.“2 Í þessu traustvekjandi samfélagi, í hinni glæstu Vínarborg, fæddist Stefan Zweig árið 1881 og þar var hann orð- inn rúmlega þrítugur rithöfundur á framabraut þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst 1914 – og hún umturnaði lífssýn hans. Skáldatími, sem kom út árið 1963, hefst hins vegar með íslenskri þýðingu á einskonar bænafélagsvottorði frá klaustrinu í Saint Maurice de Clervaux þar sem fram kemur að „Monsiur Kilian Gudjonsson Laxness“ hafi verið „samþyktur félagsmaður 21. mars 1923“ og lýkur tilvitnun með þessum orðum: „F.h. forstjórans Dom Alardos ábóta (signerað með stimpli), fr. H. Claus O.S.B.“ Verkið hefst semsé með því sem Þórbergur Þórðarson hefði getað kallað endurfæðingu – og bókin er svo reyndar einnig til vitnis um annars konar endurfæðingu, sem Þórbergur var ekki ýkja hrifinn af, svo sem kunnugt er3 – því að í henni gerir Halldór upp við sovét-kommúnism- ann, sem hann hafði reyndar ekki verið formlega stimplaður inn í, en hafði á köflum stutt dyggilega og lengi forðast að gagnrýna opinskátt. En við upp- haf sögu er hann semsagt rúmlega tvítugur í klaustri í Lúxemborg: Það var skemtilegt að vera orðinn rómversk-kaþólskur og búinn að láta biskupa tóna yfir sér særíngar á latínu fyrir háaltari til að reka út djöfla og andskota sem fylgja þeim manni sem skírður er til bannfærðrar villu.4 Halldór Laxness hefur vinninginn þegar systurnar kímni og kaldhæðni eru annars vegar. Þær setja svip á ferð hans um nokkur ævisvið millistríðsár- anna í bókinni – og fela í sér ákveðinn en síðbúinn særingarmátt andspænis ýmissi sannfæringu sem höfundurinn var haldinn á þeirri leið. Bók Stefans Zweigs er hins vegar knúin áfram af tregablandinni ástríðu og í raun sann- færingu fyrir vissum grunngildum eftirsóknarverðs lífs og samfélags, gild- um sem hann hefur séð fótum troðin í umheimi sínum. Raunar eru innbyrðis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.