Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 127

Andvari - 01.01.2019, Qupperneq 127
126 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Farandsalinn Stefán Zweig var sakleysið sjálft á svipinn, dálítið einsog lamb. Þennan ólíkindasvip setti hann upp af því hann hreyfði ekki annan varníng en gull og gimsteina. Hann var ljúfur og einfaldur í máli en ögn mæddur af því að þurfa altaf að vera að gæta þessarar dýrmætu vöru meðan aðrir kaupmenn versla með stykkjavöru og geta farið snemma að hátta á kvöldin án þess að kvíða því að vera myrtir til fjár. Sú dvergasmíð sem þessi vörubjóður hefur meðferðis í vandaðri skinnsál sinni gerir hann sjálfan að samanbrotnum þjóni þeirra sem eru nógu göf- ugir menn til að meta hann að verðleikum; og öðrum vill hann heldur ekki sinna. Hér er kaldhæðnin orðin nokkuð mergjuð og gott ef ekki gerjuð – ekki síst ef við leiðum hugann að tvöföldum tíma þessarar frásagnar. Þegar þeir hitt- ast á siglingunni yfir Atlantshafið 1936 er Stefan Zweig einn þekktasti og mest þýddi rithöfundur heims en Halldór Laxness enn unglamb á þeim velli. Þegar Halldór skrifar þennan texta er hann hinsvegar orðinn Nóbelshöfundur en Zweig er kominn á fremur óræðan stað í heimsbókmenntunum – og raun- ar höfðu ýmsir haft illan bifur á vinsældum hans alla tíð. Á þetta myndmál um farandsalann með gull sín og gimsteina að vísa til þess að Zweig fæddist með silfurskeið í munni eða þess að Zweig, eins og Ludwig, skrifaði vin- sælar bækur um fræga einstaklinga? En þessi orðræða verður heldur ómark- viss í framhaldinu og í raun fremur kaldranaleg umsögn um gyðing sem hafði farið í útlegð frá heimalandi sínu og átti eftir að sjá það sogast inn í ríki nasismans þar sem hann var bannaður höfundur og verk hans brennd á opinberum vettvangi. Sem betur fer lætur Halldór ekki hér við sitja. Fram kemur að hann hefur fylgst af athygli með Zweig á ferðalaginu og tekur eftir því að hann sækir í kvöld- og næturlíf. „Þar var hann hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir látbragð sem aldrei var beinlínis glaðlegt, því síður gáskafult, en oft dálítið dauð- drepið svo manni gat dottið í hug að skemtanafíknin væri aðeins yfirborð einhverrar nagandi myrkfælni sálarinnar og hann væri, einsog taugamenn hjá Hemingway, að reyna að teygja tímann sem leingst frammá nóttina áður en hann færi inn til að stríða við svefnleysið.“ Og að lokum: Ég átti samt marga þægilega viðræðustund við þennan ágæta mann um daginn og veginn eins og tveir rithöfundar tala saman, annar frægur, hinn ókunnur. Ein orð- ræða hans við mig hefur orðið mér minnisstæð vegna sorgleiks sem hún átæptir, og mundi eftilvill hafa orðið einginn eða annar ef hann eða ég hefðum tekið mark á orðum er þar voru sögð. Við höfðum verið að ræða um fyrirsjáanlegt hrun Evrópu ef stríð skylli á, en hann hélt því fram að Ísland mundi komast af klakklaust; og tók saman efni ræðunnar með þessum orðum að lokum: Þegar næsta stríð skellur yfir sendi ég yður orð að útvega mér herbergiskytru einhversstaðar uppundir þaki í Reykjavík. Það er óþarft að taka fram að Stefán Zweig var um þessar mundir einsog aðrir góðir menn landflótta úr Stórþýskalandi Hitlers, og hafðist við í Lundúnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.