Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 128

Andvari - 01.01.2019, Síða 128
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 127 Því miður sendi hann mér ekki þetta „orð“ þegar þarað kom heldur fór til Brasilíu í þau botnlausu leiðindi með æskufulla konu sína þar sem þau förguðu sér bæði. Ég hef þá fánýtu skoðun að hefði Zweig skrifað mér einsog hann sagði og ég útvegað honum kames undir súð í Reykjavík mundi ekki hafa farið sem fór.10 Freistandi er að staldra við þessi orð Halldórs. Það er eitthvað í senn skondið og samt viðeigandi, miðað við þau ósköp sem senn dundu yfir, að hugsa sér friðarsinnann og heimsborgarann Zweig kominn eftir krókaleiðum ævi sinnar frá Vínarborg upp á súðarloft í Reykjavík. En þarna hleypur reyndar kaldraninn aftur í orðræðuna, eins og víðar í Skáldatíma þar sem sögurit- ari stendur andspænis veröld sem var. Hvernig tengjast „botnlaus leiðindi“, „æskufull kona“, og sú staðreynd að „þau förguðu sér bæði“? En að því frá- séðu, setjum svo að vel hefði verið tekið á móti Zweig og konu hans á Íslandi – en sú var ekki raunin með alla gyðinga sem æsktu þar athvarfs – hvernig skyldi þeim hafa liðið í Reykjavík hernámsáranna? Sögur berast Þetta er vitaskuld fánýt spurning – en orð Zweigs um afdrep á Íslandi minna á að verk hans höfðu, þegar hér var komið sögu, fundið þar vissan samastað. En raunar þó mjög nýlega, því að fyrsta íslenska þýðingin á verki eftir Zweig birtist ekki fyrr en 1932. Hans er þó áður getið í íslenskum blöðum, hugsan- lega fyrst í tengslum við annan höfund, Leo Tolstoj, en Zweig þáði boð til Sovétríkjanna í tilefni af aldarafmæli Tolstojs 1928. Í vikublaðinu Lögréttu þann 10. október er greint frá þessu og sagt að Zweig sé meðal „kunnustu höfunda er á þýsku rita“ – og eftirfarandi ummæli hans eru þýdd á íslensku: Hinn nýi tími mun ekki meta þjóðirnar eftir því, hversu mörgum öðrum þjóðum þær hafa sálgað, eða eftir því hversu margar þær undiroka, heldur eftir hinu hversu marga afburðaanda þær færa heiminum. Gildi Tolstoys má marka af því, að tvær einhverjar mestu andans bardagahetjur nútímans, Romain Rolland á Vesturlöndum og Gandhi í Austurlöndum eru báðir beinlínis lærisveinar hans. Dauði hans var einnig dáð. Það er sjaldgæft, að andlegt líf endi í eins göfugu tákni sjálfs sín eins og dauðdagi hans í Astapovo var. Tign hans verður ekki líkt við annað en dauða Sócratesar í fangelsinu. Nú tilheyrir Tolstoy öllum heiminum. Þess vegna er hátíð í dag um víða veröld.11 Hér talar hinn friðelskandi alþjóðasinni, og er vafalaust meðal annars að senda gestgjöfum sínum og öðrum stórveldum kurteisleg skilaboð, en jafn- framt teflir Zweig fram afburðamönnum andans, en slík áhersla mótaði heims- og menningarsýn hans alla tíð. Síðast en ekki síst dregur Zweig fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.