Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 129

Andvari - 01.01.2019, Side 129
128 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI mikilvægi dauðastundar Tolstojs, sem hlýtur að leiða huga síðari tíma les- enda að dauðdaga Zweigs sjálfs.12 Það næsta sem fréttist af Stefan Zweig á Íslandi er að Gamla bíó sýnir sumarið 1929 þýsk-bresku þöglu kvikmyndina Angst (1928) í leikstjórn Hans Steinhoff, sem síðar gerðist athafnasamur áróðursmyndasmiður fyrir nas- ista. Kvikmyndin, sem fékk heitið Ótti á íslensku, er byggð á samnefndri nó- vellu eftir Stefan Zweig. Sú saga var ekki þýdd á íslensku fyrr en löngu síðar. Fyrsta ritverk Zweigs sem kom á íslensku var smásagan „Die Gouvernante“, eða „Kennslukonan“ eins og hún heitir í þýðingu Einars H. Kvaran en hún birtist árið 1932.13 Tveimur árum síðar birti Arnór Sigurjónsson þýðingu á sömu sögu, undir heitinu „Systurnar“, í tímaritinu Dvöl.14 Þetta er afar hag- anlega smíðuð sálfræðileg raunsæissaga þar sem sjónarhornið er bundið við systur tvær, tólf og þrettán ára, sem telja sig komast að raun um að heimilis- kennslukonan sé ástfangin af frænda þeirra sem einnig dvelur á heimilinu. Með því að liggja á hleri komast þær að raun um að umrætt samband er komið á alvarlegra stig en þær héldu; það er barn í vændum. En jafnframt tekur þeirra eigin bernska að rekast harkalega utan í heim fullorðinna, en þar er brugðist við ástandinu með þeim hætti að úr verður harmleikur. Reynt er að halda honum leyndum fyrir systrunum, en þær hafa stigið yfir óhugnan- leg landamæri í þroska sínum. Sögumaður segir að þær hafi skyndilega elst um mörg ár og séu ekki lengur börn. Sú umsögn mótast væntanlega af þeirra eigin innri viðbrögðum og þær þurfa eftir sem áður að þjást af „barnaang- ist“ og gráta vegna óttans við allt „er kunni að koma út úr þessum óþekkta heimi, sem þær hafa í dag litið snöggvast inn í, sér til skelfingar“.15 Söguna birti Zweig í bók sinni Erstes Erlebnis. Vier Geschichten aus Kinderland (Frumreynsla. Fjórar sögur úr landi bernskunnar) sem út kom 1911 en þar birtist einnig nóvellan „Brennendes Geheimnis“ sem átti eftir að verða mjög þekkt og hefur verið kvikmynduð þrisvar eða fjórum sinnum. Hún birtist árið 1934 í íslenskri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi undir heitinu „Leyndarmálið“.16 Þýðingin birtist um svipað leyti og kvik- mynd Roberts Siodmaks eftir sögunni var sýnd í Gamla bíói undir heitinu Leyndarmál drengsins. Systurnar tvær í fyrrnefndri sögu eru að glíma við einskonar „leyndarmál“ og það orð gegnir meginhlutverki í sögunni um drenginn sem er með móður sinni í hvíldardvöl á hóteli. Þangað kemur barón nokkur sem ákveður að stíga í vænginn við móðurina. Hann fer þá leið að komast í mjúkinn hjá syninum og á auðvelt með að veiða upp úr honum „smá-leyndarmál úr einkalífi fjölskyldunnar“ sem hann hyggst nýta sér á þessum kvenmannsveiðum.17 Þegar flagarinn er kominn vel áleiðis verður það honum til trafala að unga drengnum er skjótlega orðið mjög hlýtt til þessa nýja hótelgests, sem virðist hafa orðið vinur hans og bróðir í senn, eða jafnvel mild föðurmynd. En drengurinn skynjar að móðir hans og þessi vinur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.