Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 132

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 132
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 131 að lesendur þekki söguna um amokhlauparann. Þetta er vissulega ein áhrifa- mesta saga Zweigs. Sögumanninum mætti kannski lýsa sem hálfvelgjuleg- um meinleysingja, fremur mannfælnum, sem á skipi á leið frá Austurlöndum til Evrópu hittir lækni er segir honum reynslusögu sína. Zweig beitir semsé tvöföldum frásagnarramma hér. Innri sögumaðurinn kveðst vera á leið frá Austur-Indíum, eftir dvöl „í þessari saurugu einveru, í þessu bölvaða landi, sem sýgur merginn úr beinunum“.20 En hann er að tala um evrópska nýlendu og jafnt og þétt kemur í ljós að „amokið“ í sögunni er ekki austur-indísk arf- leifð, heldur „útflutningur“ hins borgaralega vestræna samfélags. Læknirinn hafði misst tökin heima fyrir áður en hann fór í útlegð sína langt austur í heimi. Hann er hæfur í sínu starfi og velviljaður en geðið stendur tæpt og dagfarið er fallvalt ef á það reynir; þessi maður er í senn veiklundaður og ástríðufullur, sem er hættuleg blanda, og þegar við bætist stolt vanfærrar konu sem grípur til örþrifaráða, fer allt á versta veg, eins og Ólafur Hansson nefnir. Það er sem Zweig sé með þá Joseph Conrad og Edgar Allan Poe í farteskinu ásamt Freud, og úr melódramatík og ógn skapar hann dauðahroll sem færist frá hinum innri amok-sögumanni yfir í hinn hófstillta tvífara hans sem við lesendur reiðum okkur á. Ekki dregur það úr vinsældum Zweigs á Fróni að reglulega berast til landsins kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir verkum hans. Í janúar 1957 er komin í Austurbæjarbíó önnur mynd eftir fyrrnefndri nóvellu, Angst, og fær hún heitið Ótti eins og hin fyrri. Leikstjórinn er nú Roberto Rossellini og Ingrid Bergman er í aðalhlutverkinu. Hugsanlega hefur kvikmyndin þrýst á að sagan yrði loks þýdd. Hún fékk heitið Angist þegar hún var birt sem fram- haldssaga í Morgunblaðinu frá 20. til 29. júní 1958, en ekki kemur fram hver þýðandinn sé. Þessi saga hvílir á fléttu („plotti“) í ríkara mæli en maður á að venjast hjá Zweig. Góðborgarafrú hefur eignast elskhuga en þetta fram- hjáhald virðist þó ekki sérlega merkingarríkt; hún hefur komið því þægi- lega fyrir í vikuskipulagi sínu. Þetta er semsé ekki einæðisást, en „amok“ má hins vegar nota um angistina sem gagntekur konuna þegar önnur kona grípur hana glóðvolga og tekur að beita hana fjárkúgun. Hún er nú fangi gjörða sinna og það er sem hún horfi niður í djúpt holrými undir borgaralegu öryggi sínu og fjölskyldulífi. Lok sögunnar, þegar nýju ljósi er varpað á at- burðarásina, eru tvíeggjuð svo ekki sé meira sagt. Er heimurinn nú kominn í lag og hefur konan fundið nýtt jafnvægi, eða hefur gildran bara tekið á sig nýja mynd? Morgunblaðið fylgdi þessari sögu fljótlega eftir með þýðingu á einu skáldsögunni sem Zweig lauk við og birti – að minnsta kosti ef miðað er við hefðbundinn skilning á skáldsöguhugtakinu. Hún ber heitið Ungeduld des Herzens og kom út 1939 en þýðing Sverris Haraldssonar, Óþreyja hjartans, birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu frá 28. nóvember 1959 til 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.