Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 133

Andvari - 01.01.2019, Side 133
132 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI mars 1960. Hér tekst Zweig enn á við einæði og þráhyggju sálarlífsins og hvernig meinlokur þess geta læst sig um alla tilveru fólks; í þessu tilviki með misvíxlandi þráðum meðaumkunar og ástar, en einnig með blygðunarsemi sem umturnast í sektarkennd. Fyrri heimstyrjöldin er að hefjast og bíður söguhetjunnar, en áður en hann heldur til sinnar fyrstu orustu hefur hann þegar átt sinn þátt í að ýta einni manneskju út í dauðann. Þættir En nú má segja að ég sé kominn framúr sjálfum mér og hafi skekkt útgáfusögu Zweigs í íslenskum bókmenntaheimi. Umfjöllunin í kaflanum hér á undan tekur að vísu til flestra helstu verka Zweigs sem birtast á íslensku á árunum 1932 til 1960 og teljast til ráðandi greina sagnaskáldskapar nútímans, þ.e. smásagna og skáldsagna sem og þeirra sagna sem falla þar á milli og yfirleitt eru nefndar nóvellur. Það má teljast athyglisvert að engin umræddra sagna kom út í sérstakri bók undir höfundarnafni Zweigs. Flestar birtust í dagblöð- um og tímaritum, sem minnir á hve mikilvægir þeir miðlar voru sem útgáfu- vettvangur bókmennta á Íslandi langt fram eftir síðustu öld. Þá er þess raunar ógetið að árið 1951 kom út mikilvægt bókarkver með þremur sögum Zweigs í þýðingu Þórarins Guðnasonar, þar á meðal smásögunni „Í mánaskímu“ („Die Mondscheingasse“) og nóvellunni „Bréf í stað rósa“ – sem Ólafur Hansson kallar „Bréf frá óþekktri konu“ í tilvitnuðum texta hér að framan og þýðir þar frumtitilinn beint: „Brief einer Unbekannten“.21 En þetta kver geymir einn- ig og dregur nafn sitt af nóvellu sem teljast má eitt helsta meistaraverk höf- undarins og vikið verður að síðar í þessari grein: „Manntafl“.22 Hún heitir „Schachnovelle“ („Skáknóvella“) á frummálinu, en mér finnst óhætt að segja að íslenski titillinn skáki þeim þýska – meir um það síðar. Sjö árum síðar, 1958, kom svo þýðing þeirra Halldórs J. Jónssonar og Ingólfs Pálmasonar á Veröld sem var, sem rædd var með hliðsjón af Skáldatíma Laxness fyrr í þessari grein. Þótt bygging hennar mótist af æviferli höf- undarins frá æskuárum til upphafs seinni heimsstyrjaldar, dregur hún einnig dám af þáttum eins og Skáldatími. Hver kafli er í reynd sem þáttur þar sem ákveðið viðfangsefni er tekið fyrir, eða hann hnitast um ákveðna atburði þar sem Zweig les tímanna tákn. Þetta er ljóslega aðferð sem hentar honum. Fyrstu tvær Zweig-bækurnar á íslensku birtust á árinu 1939 og önnur þeirra er einmitt safn fjögurra sagnaþátta sem hver um sig fjallar um ákveðinn at- burð og andartak í heimssögunni. Bókin heitir Undir örlagastjörnum. Fjórar sögulegar smámyndir og þýðandi er Magnús Ásgeirsson, sem var þá orðinn kunnur af ljóðaþýðingum sínum en eftir hann liggja einnig merkar lausa- málsþýðingar. Frumtextinn nefnist Sternstunden der Menschheit. Fünf hi-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.