Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 138

Andvari - 01.01.2019, Page 138
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 137 sett upp á Place de Caroussel“ (253). Í ljósi og myrkri atburðarásar næstu ára er þetta myndmál ekki fjarri lagi. Þótt sögumaður telji ljóst að María, sem er alin upp í þeirri trú að kon- ungdómur sé beintengdur „guðs náð“, efist aldrei um „rétt sinn“ andspæn- is byltingaröflunum (153), vekja hörmungarnar hana til nýrrar vitundar og sjálfsþekkingar. Það er grunntónn þess harmleiks sem leggst að lokum yfir sviðið; það er ekki nóg að konungurinn fari undir fallöxina; sú kona sem loks hefur vaxið upp í stöðu sína en er þó eftir sem áður venjuleg manneskja, er einnig leidd á höggstokkinn. Í íslensku samhengi finnst mér varla hægt að lesa um komu hennar á torgið án þess að hugsa til hins magnaða ljóðs Hannesar Péturssonar um þá för, hvort sem hann hefur fyrst lesið um hana í bók Zweigs eða annars staðar:28 Sem úfið haf er þessi mikla þyrping og þarna sést á vagninn eins og sker. Hún stendur þögul, horfir yfir hópinn en hæg og svöl er morgungolan. Lengra burtu bíður hin bitra öx í háu gálgatré og sést yfir múginn. Hún er þreytt og heyrir öll hrópin sem úr óramiklum fjarska buguð af hinni beisku fangadvöl. Er von hún skilji að allur þessi æsti óhreini lýður, þetta grimma vopn sem blikar þarna blóðugt, óseðjandi sem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvöl sé hvítur draumur hugsuðanna, framtíð hollari, betri og eina völ en hitt sem nú skal rifið upp með rótum: hið rotna stjórnarfar og mikla böl sé hún, sem yfir hópinn orðlaus starir hrein og föl. Í sviðsmynd þessa ljóðs eru sem dregnir séu saman þeir kraftar sem búa undir heimsmyndinni í verki Zweigs: hinu rotna stjórnarfari hefur verið steypt en upplýsing hugsuðanna er enn vart nema hvítur framtíðardraumur, óritað blað; óreiðulegur múgurinn og hið nýja skilvirka vopn verða í sam- einingu myndbirting nýrra valdhafa, en frammi fyrir þessu stendur einstakl- ingurinn með sína þroskakosti – og það er hin dæmda drottning.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.