Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.2019, Blaðsíða 139
138 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Zweig hafði áður birt bók sína um Joseph Fouché og svið þessara bóka skarast, svo sem endurspeglast í undirtitlunum; annað verkið er mynd af „meðalmanneskju“ hitt er mynd af pólitískum manni: Joseph Fouché. Bildnis eines politischen Menschen. Orðalagið vísar ekki til venjulegs stjórn- málamanns, heldur einstaklings sem er pólitískur refur út í gegn. Á íslensku fékk verkið heitið Lögreglustjóri Napóleons. Joseph Fouché, væntanlega til að tengja það við samhengi sem íslenskir lesendur bera kennsl á. En Fouché á lengri sögu en Napóleon, því hann þræðir saman tímann frá niðurbroti konungsveldisins, gegnum byltinguna og hið skammlífa lýðveldi yfir í ein- veldi og keisaradóm Napóleons og svo endurreisn konungsveldisins. Í formála sínum bendir Zweig á að Joseph Fouché, sem komst til hárra metorða og gegndi ýmsum embættum á þessum árum, var þingmaður, ríkis- lögreglustjóri og ráðherra, hafi í eftirtímanum að ófyrirsynju lent í sögu- legum skugga. Það er sem flestir rýnendur finni til velgju og afgreiði hann snarlega. „Fæddur svikari, auðvirðilegur bragðarefur, háll höggormur, þind- arlaus liðhlaupi, skríðandi njósnari, viðbjóðslegur flagari – ekkert smán- aryrði er undanskilið“ og flestir reyna ekki að „glöggva sig á skapgerð og stefnu þessa manns, eða öllu fremur hinu aðdáunarverða stefnuleysi hans.“29 Að einu leyti hafði Fouché skýra stefnu í lífinu, samkvæmt frásögn Zweigs. Hann unni konu sinni og börnum og gerði allt til að hlúa að fjöl- skyldu sinni. Þetta þykir almennt ekki slæmur grunnur að standa á í lífinu, en athafnasemi Fouché á öðrum vettvangi myndar hreint brjálæðislega and- stöðu við þessa umhyggjusemi, og það er því líklega ekki svo einkennilegt að rithöfundur með sálgreiningaráhuga laðist að þessu viðfangsefni. Að auki hafði Zweig alltaf varann á sér þegar stjórnmál voru annars vegar og í þess- ari persónu má segja að hann finni samsafn hins versta sem einkennir pólí- tík og það beina og óbeina vald sem hún þrífst á. Fouché er klókur maður sem stöðugt safnar upplýsingum en er hin fullkomna andstaða upplýsingar- innar, því að hann heldur allri þekkingu fyrir sig, til notkunar þegar honum hentar. Hann heldur uppi margvíslegum njósnum um fólk, hvort sem það er undir eða yfir hann sett, hann sér til þess að víða komi fram hversu gagn- legur hann geti verið en varast að festast nokkurs staðar í tryggðum og ef það gerist þá hikar hann ekki við að svíkja menn, allt eins þótt þeir hafi reynst honum vel. Honum er að vísu nokkuð hætt við að fara offari, því að ekki vantar metnaðinn, og þegar hann tekur að sér að refsa Lyonbúum fyrir að bjóða þjóðþinginu birginn í byltingunni þá gengur hann svo langt í mann- drápum að umsögnin „morðinginn“ eða „slátrarinn frá Lyon“ eltir hann til æviloka, þó að hann reyni sitt besta til að gera annan mann að blóraböggli í því efni. Yfirleitt passar hann sig betur í sínu flókna manntafli, heldur öllum leiðum opnum, gætir þess að kjósa með meirihlutanum, talar varlega eða þegir á mannamótum, en ræðir stöðugt við mann og annan bakvið tjöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.