Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 140

Andvari - 01.01.2019, Page 140
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 139 Frásögn Zweigs af þessum duglega og útsmogna, hugsjónalausa og sið- blinda tækifærissinna er afar forvitnileg og á köflum heillandi þótt sú heillun sé blandin óhug. Það er athyglisvert að lesa um þessa bók ritdóm sagnfræð- ings sem þekkir vel til sögusviðsins. Sverri Kristjánssyni þykir bókin „mjög skemmtileg aflestrar“ en hann hefur sitthvað við hana að athuga: „Byltingin mikla, þetta undrabarn franskrar stjórnmálasnilli og sögulegs sköpunarmátt- ar Frakklands, stórt í brekum sínum og afbrotum, hefur smækkað í höndum Stefans Zweigs“, segir hann og bendir á að Zweig mæni til dæmis um of á Robespierre sem andstæðing Fouchés. Eins finnur hann þess varla vott í bókinni „að reynt sé að meta sögulega þýðingu frönsku byltingarinnar. Fyrir þessa sök vex hlutur Fouché miklu meira en góðu hófi gegnir. [...] Og því saknar maður skýringar á því undarlega fyrirbrigði, er slóttug smámenni verða stórvirk verkfæri í höndum veraldarsögunnar, þegar mest liggur við.“30 Það er skiljanlegt að sagnfræðingur bregðist við með þessu móti. Umfjöllunin um allt byltingarsviðið getur ekki orðið annað en ágripskennd og ritverkið er öðru fremur „mynd“ af þessari andhetju, Joseph Fouché. En einmitt þess vegna tekst Zweig að sýna með ýmsu móti „hvernig slóttug smámenni“ geta orðið „stórvirk verkfæri í höndum veraldarsögunnar“ – og ég held raunar að sviðsetning hans á lævísri athafnasemi undirhyggju- mannsins sé ekki einbundin þeim ótrúlegu hræringum sem áttu sér stað í Frakklandi á árunum fyrir og eftir aldamótin 1800. Þetta er verk sem þarf að vera aðgengilegt og raunar var þýðing Magnúsar endurútgefin árið 2012.31 Evrópa og æviskrif Í ævisögunum um Erasmus frá Rotterdam, Maríu Stúart Skotadrottningu og Magellan sæfara, sem komu út á árunum 1934 til 1938, færði Zweig sig aftur til sextándu aldar, þess tíma þegar trúarátök brjótast út í Evrópu en nokkur ríki álfunnar fara jafnframt að teygja arma sína um veröldina – sem Magellan sannaði endanlega að væri hnöttótt er hann sigldi vestur um haf og um sundið sem heitir eftir honum og áfram yfir Kyrrahafið til Filippseyja. Evrópskir einvaldar fundu til valda sinna meir en þeir höfðu gert síðan á dögum Rómverja, það er að segja ef þeir höfðu aldur til. María Stúart var krýnd drottning Skotlands sex daga gömul í desember 1542. Það er sitthvað líkt með henni og nöfnu hennar Antoinette, auk þess sem báðar enduðu líf sitt á höggstokknum, svo sem frægt er. Líf beggja mótaðist snemma af valdabraski sem þær höfðu samt lítið um að segja í fyrstu. Maríu Stúart er forðað úr landi til að Englendingar nái ekki til hennar – því að hún er í að- stöðu, sökum erfðaréttar, til að gera kröfu til ensku krúnunnar. Í Frakklandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.