Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 142

Andvari - 01.01.2019, Page 142
ANDVARI HEIMSMYNDIR, ÖGURSTUNDIR, MANNTAFL 141 og geta ekki sigrast á þeim veikleika kyns síns, að beita sífellt undirferli og gera aldrei hreinskilnislega og drengilega upp sakirnar.“ Og hann bætir við að hefði verið um tvo karla að ræða þá hefðu þeir undir eins „látið til skarar skríða, sett kröfu gegn kröfu og látið vopnin skera úr“ (76). Bækur Zweigs um karlana Erasmus og Magellan grafa ærlega undan þeirri kynjatvíhyggju sem birtist í tilvitnuninni hér á undan. Magellan er maður sem lætur til skarar skríða, grípur sín tækifæri. „Undraverðir atburðir gerast, þegar andi einstaks manns samstillist anda tímans, þegar einn maður skynjar sköpunarþörf samtíðar sinnar.“ 33 Hans heilagleiki páfinn ákveður „að skipta þeim hlutum heims, sem enn voru óþekktir, milli Spánar og Portúgals“ (30), og Portúgalinn Magellan fer sína frægu könnunarferð undir spænskum fána og fylgir ákvörðun páfa eftir. Þannig tengjast trúarleg forsjá og nýlendu- sókn evrópsku sæveldanna. En einn mesti spekingur álfunnar, Erasmus, sem einnig er mikið í ferðum – „mestur ferðagarpur og víðförlastur allra lær- dómsmanna samtíðar sinnar“34 – forðast að sigla af sínum mætti inn í trúar- átök tímans og gera þar upp sakir, þótt hann ætti að vera manna best til þess fallinn. Hann er maður hiksins; hann frestar ákvörðun, bíður átekta. Bókin um Magellan er heillandi ferðasaga – og ef marka má inngang höf- undar kviknaði hugmyndin um hana þegar hann (ásamt Halldóri Laxness og fleiri höfundum) var á fyrrnefndri siglingu áleiðis til Suður-Ameríku í mikl- um þægindum sumarið 1936. „En á sjöunda eða áttunda degi tók að sækja á mig þrálátt eirðarleysi“ (6). Hann blygðast sín og fer að hugsa um aðstæður skipverja á úthöfum fyrr á öldum og fljótlega verður Magellan fyrir honum. Eins og verða vill í framsetningu Zweigs sveipast Magellan nokkrum hetju- ljóma í frásögninni. Hann er maður sem grípur til „róttækra, karlmannlegra ráða“, hann sýnir „dirfsku“ en hún er í því fólgin „að finna kænleg ráð og framkvæma hættulegan verknað með stakri varfærni og að vandlega hugs- uðu máli“ (160). Honum er meira að segja líkt við Napóleon hvað varðar dirfsku og stórhug (95). Þótt einkennilegt sé dregur það síður en svo úr gildi sögunnar að sitthvað verður til að grafa undan þessum beinu umsögnum sögumanns (og svipað má segja um viðlíka yfirlýsingar í öðrum ævisögum Zweigs). Ekki er dregin fjöður yfir það að Magellan verða á afdrifarík mis- tök oftar en einu sinni, og rangt mat hans á aðstæðum kostar hann að lokum lífið. Og þegar segir að ekkert hafi einkennt Magellan meir „í allri stjórn hans en ósveigjanleg einræðishneigð“ (190), þá situr það enn í huga okkar þegar við lesum að „hinn staðfasti mannúðarvilji hans“ hafi greint hann frá öðrum „konkvistadorum“ (214). Þó að segi á einum stað að „allt mannkyn“ hafi orðið „þakklátur erfingi hans“ (127), þá getur maður ekki annað en staðnæmst við viðbrögð múslimakaupmanns nokkurs sem stundað hefur friðsamleg viðskipti á Filippseyjum en sér nú hverjir mættir eru á staðinn:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.