Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2019, Page 147

Andvari - 01.01.2019, Page 147
146 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI undar hefðu fremur átt þessa athygli og atlæti skilið og lengst í því efni hefur gengið ljóðskáldið og þýðandinn Michael Hofmann. Í grein í London Review of Books árið 2010 fær hann sér ekki ráðið, hann hleypur semsagt amok, og hefur hin sterkustu orð um það hvað Zweig sé foráttulélegur höfundur; það sé „gervibragð“ af honum, hann sé „Pepsíið“ í austurrískum bókmenntum, og fleira fylgir í sama dúr.41 Grein Hofmanns hefur orðið fræg að endemum en svona sterk viðbrögð hafa vitaskuld ýtt á frekari skoðanaskipti, meðal annars í hinum akademíska heimi.42 Að einhverju leyti má skýra neikvæð viðbrögð við „endurkomu“ Zweigs út frá ráðandi áherslum í fræðilegri bókmenntaum- ræðu. Í umræðu um nútímabókmenntir á þeim vettvangi hafa menn gjarnan lagt sig eftir höfundum sem teljast hafa rutt nýjar brautir í tjáningu. Með öðrum orðum og vissri einföldun má segja að þar hafi kastljósinu verið beint annars vegar að hópum sem ekki höfðu verið áberandi á viðurkenndum bók- menntavettvangi (á Vesturlöndum voru hvítir karlmenn þar lengi langrúm- frekastir) en hins vegar hefur í akademískri umræðu um alllangt skeið verið lögð áhersla á módernisma af ýmsu tagi.43 Ég hef tekið þátt í fræðilegri um- ræðu um módernisma, bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi, og hef hugað að ýmsu sem býr í verkum framsækinna rithöfunda á borð við Robert Musil, Franz Kafka, Virginiu Woolf og James Joyce (svo nefndir séu höfundar af kynslóð Zweigs). Ég vildi ekki vera án ögrandi verka þeirra, texta sem hafa orðið uppspretta mikillar hugsunar og umræðu um vægi og fagurfræði nú- tímafrásagna. En það vill gleymast að módernísk verk eru að umtalsverðu leyti drifin áfram af beinni og óbeinni samræðu sinni við raunsæisorðræðu. Jafnframt er iðulega horft framhjá því að raunsæisverk hafa um langt skeið verið og eru enn meginstraumur í sagnasmíð nútímans. Sá straumur er ekki allur á eina bókina lærður; hann nær yfir býsna vítt menningarsvið og innan hans eru fjölmargir endurnýjunarmöguleikar. Eins og fram kemur í Veröld sem var, gerði Stefan Zweig sér glögga grein fyrir því að hann væri ekki í hópi þeirra sem unnu að hve mestum nýmælum í bókmenntum á millistríðsárunum. Þótt hann lýsi yfir mikilli hrifningu á Ulysses eftir James Joyce, sem hann segir vera „sérkennilegasta og sjálf- stæðasta rit vorra tíma, verk sem steyptist eins og vígahnöttur yfir samtíð vora“ (252), þá fer hann sjálfur aðra leið, vitandi að til dæmis expressjónistar töldu verk hans úrelt, sökum þess, eins og hann orðar það með nokkurri beiskju, að „mér hafði láðst að apa tízkutilburðina“ (277). Þessi beiskja var óþörf, því að þarna var Zweig einmitt að skrifa verk sem var og er mikilsvert framlag til þeirra bókmennta sem nú eru stundum nefndar „æviskrif“ og það á einnig við um fleiri ævisagnarit hans sem hér hafa verið til umræðu. Og sem höfundur skáldprósa stendur Zweig vel fyrir sínu og stundum ríflega það, eins og snilldarnóvella hans Schachnovelle eða Manntafl ber vitni um. Það blasir við, hvort sem litið er til endurútgáfu verka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.