Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 154

Andvari - 01.01.2019, Síða 154
GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR Uppsala-Edda Teikning í handriti og áhrifamáttur hennar Morgun einn lágu nokkrir peningaseðlar á náttborðinu mínu. Ég áttaði mig á því að mennirnir á seðlunum höfðu komið við sögu Uppsala-Eddu. Brynjólfur biskup Sveinsson á fjólubláa 1000 króna seðlinum hafði eign- ast handritið á 17. öld, og Jón Sigurðsson á rauða 500 króna seðlinum kom til Uppsala á 19. öld og afritaði handritið, gerði meira að segja skissu af teikningunni í Uppsala-Eddu. Báðir höfðu þeir ást á fornum fræðum, báðir höfðu handfjatlað handritið og báðir verið stórtækir handritasafnarar. Með því starfi áttu þeir mikinn þátt í að auka vegsemd þjóðarinnar. Þegar ég ákvað að skrifa um lýsingu í handriti á námskeiðinu „Myndlist á miðöldum” kom strax upp í hugann teikningin af Gylfa Svíakonungi í gervi Ganglera spyrja Óðin í líki þriggja konunga í Valhöll. Ég var kunnug Snorra-Edda, einkum Gylfaginningu, í nútímaútgáfum og vissi að sá texti byggði einkum á Konungsbók. Hugmynd mín var að kynna mér teikninguna og hvað hefði verið skrifað um hana. Á Árnastofnun hitti ég Guðvarð Má Gunnlaugsson rannsóknardósent sem er vel kunnugur Uppsala-Eddu. Hann sagði mér að ekkert hefði verið skrifað um teikninguna af Ganglera í Valhöll. Hann tjáði mér að Heimir Pálsson, lektor í Uppsölum, hefði ritað grein í síðasta hefti Griplu um hand- ritið og efnisskipun þess. Guðvarður sýndi mér einnig ljósprentaða útgáfu af Uppsala-Eddu frá 1962 og ég rýndi í myndina af teikningunni á dökku skinninu. Útgáfan er í tveimur bindum, sú síðari frá 1977 og sýnir hand- ritið þegar búið er að leysa úr styttingum sem einkenna skinnhandrit. Fyrir framan fyrra bindið er langur formáli eftir Anders Grape. Ekki þótti mér verkefnið árennilegt eftir þennan fyrsta fund, en vegna hvatningar frá Guðvarði og kennara mínum, Æsu Sigurjónsdóttur, ákvað ég að taka fyrstu skrefin, segja frá handritinu, greina teikninguna og bera hana saman við frásögn Snorra Sturlusonar. Ég byrjaði á því að lesa grein Heimis Pálssonar í Griplu og síðan formála Grape, en hann rekur rannsóknir ein- stakra manna á handritinu og útgáfur. Þetta voru mikil fræði. Ég reyndi að afmarka mig við umfjöllun þar sem teikningin kom við sögu. Og það reyndist stórmerkileg saga. Svíar höfðu svo að segja endurgert teikninguna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.