Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 156

Andvari - 01.01.2019, Síða 156
ANDVARI UPPSALA-EDDA 155 safninu, expo rediviva. Hún var í glerskáp sem nær yfir heilan vegg, efst uppi til vinstri, hálfopin þar sem teikningin er. Hún er brún af elli og lætur ekki mikið yfir sér. Í glerskápnum eru alls tuttugu og eitt verk. Þetta varð að nægja. Ég keypti tölvudisk með handritinu sem mér hafði verið sagt frá. Heimir Pálsson lektor býr við Fyrisána í miðbænum. Hann hefur mikið rannsakað Uppsala-Eddu. Ég heimsótti hann við þetta tækifæri. Hann var glaður í bragði. Þetta var útgáfudagur Uppsala-Eddu á ensku í þýðingu Anthony Faulkes en Heimir var ritstjóri bókarinnar og skrifar ítarlegan for- mála. Tal okkar barst að gjöf sænska þingsins til Íslendinga í tilefni af þús- und ára afmæli Alþingis 1930. Uppsala-Edda hafði orðið fyrir valinu. Þá var gerð einstæð tilraun. Myndir voru teknar með tækni sem meðal annars hafði sannað sig við útgáfu á Silfurbiblíunni, Codex Argentus, árið 1927. Svo var prentað á skinn! Eitt einasta eintak var búið til og það er nú varð- veitt í Þjóðarbókhlöðu. Jafnframt voru prentuð fimm hundruð eintök á papp- ír, sem ætluð voru fræðimönnum. Nýlega höfðu Heimir og Eva kona hans, sem starfaði þá hjá Nóbelsnefndinni, fundið í Nóbelsbókasafninu innbundið pappírseintak af þjóðargjöfinni með sama formála. Við eftirgrennslan kom í ljós að átján eintök af Eddu höfðu verið bundin í pergamentband. Heimir hafði mikinn áhuga á að vita hvar þau væru niður komin. En erindi mínu var ekki lokið í Svíþjóð. Þann 17. apríl gekk ég inn í Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi. Ég hafði pantað sænsku bækurnar þrjár. Ég var sérstaklega að leita að sjaldgæfu koparstungumyndinni sem Olaus Verelius lét gera fyrir útgáfu á Gautreks sögu 1664 og setti í sum ein- tökin með athugasemdum sínum. Hana var ekki að finna í eintakinu sem mér var rétt. En mér var sagt að hún fyndist á míkrófilmu á öðrum stað í safninu. Eftir að hafa skoðað teikninguna pantaði ég ljósrit. Eftir heimkomuna hélt ég í Þjóðarbókhlöðuna til að skoða gjöf Sænska þingsins til Alþingis. Bókin er ákaflega falleg, bundin í ljósbrúna skinnkápu með þremur kórónum framan á. Hún er geymd í öskju. Skinnblöðin eru hvít og svo þunn að ætla mætti að þau væru úr pappír. Lokaorðin í formála þar sem gerð er grein fyrir gjöfinni eru: „Och till handskriftens hemland över- lämnas nu denna avbildning i det enda exemplar på pergament som fram- ställts och kommer att framställas.“ Í Þjóðarbókhlöðu er einnig að finna eitt af þeim átján pappírseintökum sem Heimir talaði um. Það er innbundið í ljósa skinnkápu og geymt í hulstri. Þorsteinn Jósepsson var mikill bókasafnari og hefur skrifað á bókina: „Þetta eintak var gefið einum af þrem Íslendingum sem voru fæddir árið 1930 og fengu nafnið Úlfljótur.“ Ekki er vitað um aðra einstaklinga sem fengu slíkt handrit að gjöf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.