Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 157

Andvari - 01.01.2019, Side 157
156 GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR ANDVARI Hún er brún af elli Ég hef látið þau orð falla að Uppsala-Edda sé brún af elli. Hún er sjö hundr- uð ára gömul skinnbók. Í henni eru 56 blöð og þau eru 20 cm á hæð og 14,5 cm á breidd. Við gerð hennar hefur þurft fjórtán kálfsskinn. Fræðimenn hafa aldursgreint handritið og telja það vera frá fyrri hluta 14. aldar. Saga hennar er myrkri hulin í þrjú hundruð ár en þá eignaðist Brynjólfur biskup Sveinsson hana. Fremst í handritinu stendur að bókin heiti Edda og hana hafi saman sett Snorri Sturluson. Brynjólfur gaf dönskum vini sínum, Stephanus Johannis Stephanius, handritið. Hann var prófessor í Sórey, kon- unglegur sagnaritari og handritasafnari. Eftir lát hans seldi ekkjan bókasafn hans Magnus Gabriel De la Gardie. Hann var ríkiskanslari Svía og mikill handritasafnari. De la Gardie gaf Háskólanum í Uppsölum mörg handrit árið 1669. Meðal þeirra var Edda sem fékk safnnúmerið DG 11 4to og nefnd Codex Upsaliensis. Snorra-Edda er kennslubók í skáldskaparfræðum þar sem notað er sam- talsform sem algengt var á miðöldum. Lærisveinninn spyr og meistarinn svarar. Skáldskaparmálið varð til á tímum heiðni og því var mikilvægt að þekkja þær goðsagnir sem skáldamálið byggði á. En Snorra var mikill vandi á höndum. Þjóðin var kristin og strangar reglur giltu um trúariðkun. Mesta snilld Snorra felst í þeirri aðferð að gera frásögnina að sjónhverfingu þegar hann lýsir heimsmynd goðanna, sköpun heimsins og ragnarökum. Gylfaginning hefur fyrirsögn: „Hér hefst Gylfaginning frá því Gylfi sótti heim alföður í Ásgarð með fjölkyngi og frá villu ása og frá spurningum Gylfa.“ Teikningin myndar ramma frásagnarinnar. Hún sýnir Gylfa í gervi Ganglera kominn í Ásgarð. Hann stendur vinstra megin á myndfletinum, hallast fram á förumannsstaf og mænir upp á Þriðja. Fyrir ofan höfuð hans stendur skrifað, „Gangleri spyr“. Hægra megin á myndfletinum eru þrjú há- sæti hvert upp af öðru og þrír konungar með kórónu. Efst til vinstri stendur: „Hér er Hár, Jafnhár og Þriðji sem segir í Gylfaginning.“ Á síðunni er fleira en talið fullvíst að það sé síðari tíma viðbót. Hér er átt við minni útgáfu af Ganglera að baki hinum upprunalega, tvo hausa af honum neðst á blaðinu svo og kringlótt andlit með kórónu á höfði hægra megin við Þriðja. Það and- lit átti eftir að breytast í sólartákn í endurgerðum sænsku fræðimannanna. Hverning samræmist teikningin frásögn Snorra? Í frásögninni segir: „Sá er í neðsta sæti situr er konungur og heitir Hár, og þar næst Jafnhár. En sá er efstur er heitir Þriðji.“ Gangleri spyr hvort nokkur fróður maður sé þar inni. Hár segir að hann komi eigi heill út, nema hann sé fróðari. Og segir: „Stattu fram meðan þú fregn. Sitja skal sá er segir.“ Fyrsta spurning Ganglera er: „Hver er æðstur eða elstur með goðum?“ Og það er Hár sem svarar fyrst, en annars svara þeir þrír á víxl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.