Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 3
4
Jón KARL HELGASon, LÁRA MAGnúSARDóTTIR, RAnnVEIG SVERRISDóTTIR
Jafnframt hefur orðið til athyglisverður flokkur sögulegra skáldsagna þar
sem efniviðurinn eru málsskjöl um íslensk sakamál frá fyrri tíð. Þekktasta
verkið af þessu tagi er líklega Svartfugl. Skáldsaga um Sjöundármálin (1938)
eftir Gunnar Gunnarsson en hún kom upphaflega út á dönsku árið 1929.
Af öðrum slíkum sakamálasögum má nefna Íslandsklukkuna (1943-1946)
eftir Halldór Kiljan Laxness, Yfirvaldið. Skáldsaga eftir bestu heimildum
og skilríkjum (1973) eftir Þorgeir Þorgeirsson, Dauðamenn. Söguleg skáld-
saga (1982) eftir njörð P. njarðvík og Grámosinn glóir (1986) eftir Thor
Vilhjálmsson. nýlegt dæmi af þessu tagi í íslenskri bókmenntaflóru er
Náðarstund (2014) eftir áströlsku skáldkonuna Hannah Kent í þýðingu
Jóns St. Kristjánssonar. Sagan kom upphaflega út á ensku árið 2013 undir
titlinum Burial Rites og vakti athygli víða um heim en viðfangsefnið er að
hluta til það sama og í sögu Þorgeirs, þótt efnistökin séu ólík.
Að auki hafa ótal lögfræðingar, dómarar og sakborningar skotið upp
kollinum í fjöldamörgum íslenskum skáldverkum, ekki síst í þeirri bylgju
glæpasagna sem hafa komið út hér á landi síðustu tvo áratugi. Í sumum
þessara verka eru glæpir og refsingar beinlínis í brennidepli. Hér er um
að ræða hefð sem nær að minnsta kosti aftur til fyrstu áratuga tuttug-
ustu aldar. Má í því sambandi minna á ýmis leikrit Guðmundar Kamban,
ekki síst Marmara (1918) þar sem meginviðfangsefnið er dauðarefsing-
ar. Af nýlegri verkum má nefna skáldsögurnar Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón
(1989) eftir Vigdísi Grímsdóttur, Kötu (2014) eftir Steinar Braga og Gott
fólk (2015) eftir Val Grettisson sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla
um ofbeldi karla í garð kvenna og tilraunir einstaklinga til að taka lögin
í eigin hendur. Á seinni árum hefur opinber meðferð margvíslegra mála
þar sem kynferðisleg áreitni, misnotkun og nauðganir koma við sögu sætt
harðri gagnrýni og hefur athyglin beinst meðal annars að lagarammanum
og þætti lögreglu og dómstóla. Verk skálda og rithöfunda eru veigamikið
innlegg inn í þessa umræðu sem í eðli sínu snýst um grundvallaratriði: lög
og rétt, glæp og refsingu.
Erlendis hafa þverfaglegar rannsóknir á sviði laga og bókmennta verið
blómlegar á undanförnum áratugum, ekki síst í Bandaríkjunum, en rann-
sóknarhefðin þar er gjarnan rakin til seinustu áratuga nítjándu aldar. Árið
1882 sendi lögfræðingurinn Irving Browne (1835−1899) frá sér mikið rit,
hefur að geyma enskar þýðingar þeirra á Ljósvetninga sögu og Valla-Ljóts sögu, ásamt
ítarlegum inngangi og athugasemdum. nánar er fjallað um viðamikil skrif Millers
um íslenskar fornbókmenntir og lög í inngangi að grein hans aftar í þessu hefti,
bls. 39–40.