Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 4
5
Law and Lawyers in Literature (Lög og lögfræðingar í bókmenntum) sem hefur
að geyma fjölda sýnishorna úr heimsbókmenntunum (m.a. úr leikritum,
ljóðum, skáldsögum og ritgerðum) þar sem lög og lögfræðingar koma
við sögu. Browne ræðir um hvert dæmi en bók hans er þó nær því að vera
sýnis bók en fræðirit á þessu sviði.4 Á fyrstu áratugum tuttugustu aldar
mótaðist síðan meðal bandarískra lögfræðikennara hreyfing í kringum lög
og bókmenntir (e. the law and literature movement) sem hafði framan af
þann tilgang að bæta menntun lögfræðinema. Er hreyfingin gjarnan rakin
til bókalista sem John H. Wigmore, rektor við northwestern University
Pritzker School of Law, þróaði í nokkrum áföngum yfir skáldverk þar sem
lög, lögfræðingar og réttarhöld eru meginviðfangsefnið. Wigmore taldi
að lestur slíkra verka víkkaði sjóndeildarhring lögfræðinga og dómara og
gerði þá hæfari til að sinna starfsskyldum sínum.5 Áður en yfir lauk taldi
listi Wigmores 100 titla en meðal þeirra höfunda sem hann hélt á lofti
voru James Fenimore Cooper, Charles Dickens, George Eliot, Robert
Lewis Stevenson, Honoré de Balzac, Alexandre Dumas og Lev Tolstoj.
Ýmsir hafa orðið til þess að lengja og endurskoða þennan lista á síðari
árum en slíkt starf, sem og fjölbreytt umfjöllun um lögfræðilegar hliðar til-
tekinna skáldverka, hefur smám saman mótað einhvers konar hefðarveldi
(e. canon) á þessu sviði. Því tilheyra meðal annars leikritið The Merchant of
Venice (Kaupmaðurinn í Feneyjum) eftir William Shakespeare og skáldsög-
urnar Michael Kohlhaas (Mikkjáll frá Kolbeinsbrú) eftir Heinrich von Kleist,
Mansfield Park (Mansfield-garður) eftir Jane Austen, Billy Budd, Sailor
(Sjómaðurinn Billy Budd) eftir Herman Melville, Der Process (Réttarhöldin)
eftir Franz Kafka, L’Étranger (Útlendingurinn) eftir Albert Camus og To
Kill a Mockingbird (Að drepa hermikráku) eftir Harper Lee.6
Um miðjan þriðja áratuginn færði bandaríski dómarinn Benjamin n.
Cardozo annars konar rök fyrir því að lögfræðingar kynntu sér skáldskap
og bókmenntir. Þar sem starf stéttarinnar snerist að verulegu leyti um skrif
(að semja sóknar- og varnarræður, lög og dómsorð) væri yfirgripsmikil
þekking á stíl og stílbrögðum gagnleg hverjum þeim sem vildi ná árangri
4 Sjá m.a. John Hursh, „A Historical Reassessment of the Law and Literature
Movement in the United States“, Graat 14. júní 2013, sótt 6. apríl 2018 af http://
www.graat.fr/1hursh.pdf.
5 John Henry Wigmore, „A List of 100 Legal novels“, Illinois Law Review 17(1)/1922–
1923, bls. 26–41.
6 Sjá Richard H. Weisberg, „Wigmore and the Law and Literature Movement“, Law
and Literature 21(1)/2009, bls. 129−145.
LöG oG BóKMEnnTIR Í ÍSLEnSKU SAMHEnGI