Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 8
9
Náðarstund eftir Hannah Kent hefur aukið enn áhuga á þessu sögulega
dómsmáli og orðið meðal annars tilefni málstofu á Hugvísindaþingi vorið
2015.12 Þá má ætla að skáldsagan og umrædd fræðileg skrif hafi orðið kveikja
þess að Lögfræðingafélag Íslands efndi til nýrra réttarhalda yfir morðingj-
um natans nálægt vettvangi glæpsins haustið 2017.13 Sameiginlegur áhugi
sagnfræðinga, bókmenntafræðinga og lögfræðinga á þessu tiltekna máli
gefur til kynna að jarðvegur sé hér á landi fyrir frjóa samræðu milli þessara
rannsóknarsviða.
Tvær greinar utan þema birtast í þessu hefti og, líkt og þemagreinarn-
ar, fjalla þær bæði um efni nálægt okkur og fjarri í tíma. Hjalti Hugason
ræðir um siðbótina í grein sinni „Seigfljótandi siðaskipti. Viðhorf og stað-
almyndir í siðaskiptarannsóknum“. Fimm hundruð ár eru liðin um þessar
mundir frá upphafi siðbótarstarfs Marteins Lúthers og er í greininni varp-
að ljósi á ný sjónarmið í rannsóknum á siðbótinni og afleiðingum hennar
sem höfundur segir brýnar á öllum sviðum hug- og mannvísinda. Litið er
svo á að siðaskiptin á Íslandi hafi falist í hægfara þróun og verið, eins og
Hjalti orðar það, seigfljótandi bæði á lengdina og breiddina. Í greininni
koma fram nýjar og áhugaverðar áherslur í rannsóknum á siðbótarsög-
unni, fjallað er um hlutverk staðalmynda og gerð grein fyrir þeirri breyt-
ingu sem varð á prestastéttinni eftir að hin nýja kirkjuskipan siðbótarinnar
var lögtekin.
„Friðrik, Agnes, Sigríður og natan: Heimildagrunnur morðbrennunnar á Illuga-
stöðum árið 1828“, Saga 51(2)/2013, bls. 9−56; Vilhelm Vilhelmsson, „Stílfært og
sett í samhengi: Um heimildagildi vitnisburða í réttarheimildum“, Saga 53(1)/2015,
bls. 15−45.
12 Tveir fyrirlestrar voru fluttir á málstofunni: Ingibjörg Ágústsdóttir, „Kvenmorð-
ingjar í kulda norðurs: Um áhrif Margaret Atwood á Burial Rites eftir Hannah
Kent“ og Helga Kress „Myrkraverk: Um morðnóttina á Illugastöðum í mars 1828
frá Árbókum Jóns Espólín (1855) til skáldsögu Hannah Kent, Burial Rites (2013)“.
Sjá: „Konur sem myrða: Burial Rites (náðarstund) eftir Hannah Kent, heimildir og
textatengsl“, Hugvísindastofnun, sótt 6. apríl 2018 af http://hugvis.hi.is/konur_sem_
myrda_burial_rites_nadarstund_eftir_hannah_kent_heimildir_og_textatengsl.
13 Réttarhöldin fóru fram í félagsheimilinu Hvammstanga 9. september 2017. Gestir
þurftu að greiða aðgangseyri og var uppselt á viðburðinn. Sigríður Friðjónsdóttir
ríkissaksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins en verjendur voru Gestur
Jónsson og Guðrún Sesselja Arnardóttir. Um málið dæmdu Ingibjörg Benedikts-
dóttir, Kolbrún Sævarsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Sjá m.a. Kristinn H.
Guðnason, „Réttað í morðmáli Agnesar Magnúsdóttur,“ DV.is 4. september 2017,
sótt 6. apríl 2018 af http://www.dv.is/frettir/2017/9/4/rettad-i-mordmali-agnesar-
magnusdottur/.
LöG oG BóKMEnnTIR Í ÍSLEnSKU SAMHEnGI