Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 12
13
Höfundur og höfundarréttur
Sumir fræðimenn halda því fram að manninum sé eiginlegt að finnast
höfundar eiga tilkall til eignarréttar á listaverkum sínum. Sagt er að í viss
um ættbálkum, allt frá Inúítum og Indjánum í Ameríku til frumbyggja
Ástralíu, þekkist að menn neiti að syngja söngva sem tilheyri öðrum ætt
flokkum eða söngvurum. Sagt er að gríska leikskáldið Aristofanes, á 5.–4.
öld f.Kr., hafi neitað að viðurkenna mann sem sigurvegara í ljóðakeppni,
þótt almenningur hefði valið hann, vegna þess að hann hefði ekki flutt
eigin ljóð. Hugtakið ritstuldur (plagiat) er sagt koma fyrir í texta frá tíma
bilinu 40–104 e.Kr. (ekki er sagt hvar). Bann við endurritun mun standa
á kínverskri bók frá því fyrir 1068.7 Um írska munkinn Kólumkilla segir
að hann hafi afritað í leyfisleysi saltara kennara síns, Finnians, árið 567 og
Finnian kallað verknaðinn þjófnað.8 Aðrir fræðimenn leggja áherslu á að
eiginlegar reglur um eignarrétt á textum hafi sprottið af upphafi prentlist
ar á 15. öld. Tímamót eru síðan gjarnan sett við bresk höfundarréttarlög
kennd við Önnu drottningu Stuart, sett 1710.9 Svo þróaðist höfundarrétt
arlöggjöf einstakra ríkja fram eftir 18. og 19. öld, og enn ein tímamót urðu
árið 1886 með fyrsta fjölþjóðlega samkomulaginu um verndun höfund
arréttar, svokölluðum Bernarsáttmála.10
Hvernig var þessu háttað á Íslandi? Allar lögbækur Íslendinga sem giltu
á miðöldum, Grágás, Járnsíða og Jónsbók, eru til útgefnar með vönduðum
atriðisorðaskrám, og bólar þar hvergi á orðum sem tákna höfundarrétt.11
Aðeins á einum stað í fornritum okkar virðist höfundarhugtak stinga upp
7 Morten Rosenmeier, Ophavsret for begyndere: En bog til ikke-jurister, 2. útgáfa,
København: Jurist og Økonomforbundets Forlag, 2010, bls. 23–24.
8 Magnus Stray Vyrje, Opphavsrettens ABC, Otta: TANO, 1987, bls. 27; Páll Sigurðs
son, Höfundaréttur, bls. 28–31.
9 YiJun Tian, Re-thinking Intellectual Property: The political economy of copyright protec-
tion in the digital era, London og New York: Routledge Cavendish, 2009, bls. 13.
10 Henry Olsson, Upphovsrättslagstiftningen: En kommentar, Stockholm: Norstedts
Juridik, 1996, bls. 22–23.
11 Grágás: Lagasafn íslenska þjóðveldisins, Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður
Árnason sáu um útgáfuna, Reykjavík: Mál og menning, 1992, bls. 537; Járnsíða
og Kristinréttur Árna Þorlákssonar, útgefendur Haraldur Bernharðsson, Magnús
Lyngdal Magnússon, Már Jónsson, Reykjavík: Sögufélag, 2005, bls. 202; Jónsbók:
Lögbók Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og endurnýjuð um miðja 14.
öld en fyrst prentuð árið 1578, Már Jónsson tók saman, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2004, bls. 343–344. – Hér er aðeins vísað í blaðsíður þar sem orðið höfundr og
samsetningar með það að fyrri lið ættu að koma í stafrófsröð; mér koma ekki í hug
önnur leitarorð.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI