Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 13
14
kolli, en það er í Fyrstu málfræðiritgerðinni frá 12. öld þar sem stendur:
„Skáld eru höfundar allrar rýni eða málsgreinar sem smiðir [smíðar] eða
lögmenn laga.“12 Ég sé ekki betur en orðið höfundur sé hér haft í svipaðri
merkingu og í íslensku nútímamáli. Annars er orðið oftast haft um dóm
ara í miðaldanorrænu.13 Við sækjum því ekki mikinn fróðleik um höfund
arhugtakið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar í tilfelli þar sem orðið höfundur
eða samsetningar með því eru notaðar.
Nýting óbundins máls
Norrænir miðaldahöfundar nýttu sér hiklaust og umyrðalaust rit eldri höf
unda, tóku efni upp úr þeim og afrituðu þau, eða létu afrita, að því er virð
ist stundum eins orðrétt og menn kunnu eða þeim sýndist. Sem dæmi má
taka sögur af Noregskonungum, til og með Heimskringlu, eins og Bjarni
Aðalbjarnarson segir frá þeim í formála að fyrsta bindi Heimskringluútgáfu
sinnar.14 Oftast nota þessir höfundar eldri rit án þess að geta þess á nokk
urn hátt. Flest eru ritin varðveitt án höfundarnafns, eins og algengast er
um norrænar fornsögur.
Hvergi veit ég til að höfundur fornsögu hafi verið sakaður um ritstuld.
Hafa höfundar litið svo á að sögur þeirra væru oft næstum því alveg eins og
eldri sögur vegna þess að þær væru að lýsa sömu atburðum og sömu pers
ónum? Að staðreyndirnar væru fyrir hendi í hinum sögulega veruleika og
því hlytu sannar sögur af honum að verða eins að því leyti sem skipti máli?
Þær væru einskis manns verk, hvað þá eign. Þetta er auðvitað fjarstæða í
okkar augum en kannski litu miðaldamenn öðruvísi á málið. Það skýrir þó
ekki allt. Líka má benda á að miðaldamenn áttu til að viðurkenna hiklaust
og án nokkurrar réttlætingar að þeir tækju upp úr ritum annarra höfunda,
að þeir notuðu ritin en ekki bara almannaeign af sönnum fróðleik sem væri
að finna í þeim. Má þar nefna Hauk Erlendsson lögmann sem skrifaði eina
gerð Landnámabókar og lauk henni með eftirmála þar sem segir:
12 The First Grammatical Treatise: Introduction. Text. Notes. Translation. Vocabulary.
Facsimiles, Hreinn Benediktsson sá um útgáfuna, University of Iceland Publications
in Linguistics I, Reykjavík: Institute of Nordic Linguistics, 1972, bls. 224–226.
Stafsetning textans er hér færð í nútímahorf.
13 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog II, Kristiania: Den norske For
lagsforening, 1891, bls. 175.
14 Bjarni Aðalbjarnarson, „Formáli.“ Snorri Sturluson, Heimskringla I, Íslenzk fornrit
XXVI, Bjarni Aðalbjarnarson gaf út, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941,
bls. v–cxl, hér bls. ix–xix.
Gunnar Karlsson