Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 15
16
9. öld, og þannig ortu hirðskáld um konunga næstu fjórar aldir.18 Ekki
munu vera til miklar heimildir um endurgjöld til skálda á fyrstu öldunum,
enda væri þeim lítið að treysta svo langur tími sem leið milli atburða og
skráningartíma. En síðar kemur margt fram í sögum um laun fyrir skáld
skap, þótt ekki verði fullyrt að það sé allt sannleikanum samkvæmt. Má til
dæmis nefna íslenska skáldið Gunnlaug Illugason ormstungu, titilpersónu
Gunnlaugs sögu. Í Noregi fór hann á fund Eiríks jarls Hákonarsonar sem
réði fyrir landinu ásamt bróður sínum á fyrstu fimmtán árum 11. aldar.
Eirík móðgaði Gunnlaugur svo að landi hans varð að koma honum undan
til Englands. Þar flutti Gunnlaugur Aðalráði konungi kvæði og hlaut að
launum skarlatsskikkju og hirðvist um veturinn. Síðan hélt hann til Írlands
og flutti Sigtryggi konungi silkiskegg drápu. Konungur var óreyndur í
starfinu og vildi helst launa honum með tveimur knörrum en féhirðir hans
sagði það of mikið; „aðrir konungar gefa at bragarlaunum gripi góða, sverð
góð eða gullhringa góða.“19 Þá lét konungur nægja að gefa skáldinu skar
latsklæði, kyrtil, skikkju og merkurþungan gullhring. Í Orkneyjum flutti
Gunnlaugur Sigurði jarli kvæði, en jarl gaf honum silfurrekna breiðöxi og
bauð honum að vera með sér. En Gunnlaugur hélt til VesturGautlands
í Svíþjóð og flutti Sigurði jarli í Skörum kvæði. Um kvæðislaun er ekki
annað sagt en að jarl launaði honum vel og bauð honum að vera með sér
um veturinn. Síðar heimsótti Gunnlaugur Ólaf Svíakonung í Uppsölum
og lenti þar í harðri keppni við Hrafn Önundarson, þann sem síðar keppti
við hann um Helgu Þorsteinsdóttur fögru, um það hvor fengi að flytja
konungi kvæði sitt á undan og hvort kvæðið væri betra. Báðir hlutu góðar
gjafir að skilnaði þegar þeir fóru úr landi. Síðar hafði Gunnlaugur aftur
veturvist með Aðalráði Englandskonungi og taldist þá enn hirðmaður
hans.20
Þetta er auðvitað glæsimynd, dregin upp til að gera örlög Gunnlaugs
ennþá átakanlegri en ella þegar þau dynja yfir. En benda má á fleiri sögur
sem sýna að það var siður að skáld hefðu framfæri af hirðskáldskap.
Sighvatur Þórðarson kom, samkvæmt Ólafs sögu helga í Heimskringlu,
til Noregs ungur maður á konungsárum Ólafs Haraldssonar, þáði af
honum gullhring fyrir kvæði og var síðan lengi með honum. Um skeið var
18 Vésteinn Ólason, „Dróttkvæði, Hirðkveðskapur og annað lof“, Íslensk bókmennta-
saga I, bls. 201–203.
19 Borgfirðinga sǫgur, Íslenzk fornrit III, Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1938, bls. 76 (8. kap.).
20 Borgfirðinga sǫgur, bls. 68–83 (6.–10. kap.).
Gunnar Karlsson