Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 19
20
svaraði því að hann hefði farið hvert sumar á þing og hlustað á Halldór
Snorrason, son Snorra goða, segja hana, en Halldór hafði verið með kon
ungi í Miklagarði. Konungur bauð sögumanni að vera með sér framvegis
en gaf honum jafnframt „góðan kaupeyri“. Í Morkinskinnugerðinni segir
að hann hafi orðið þroskamaður en í hinni að hann hafi farið „jafnan landa
í milli ok var lǫngum með konungi“.33 Hér er traust heimild um að sögur
hafi verið sagðar á þingum á Íslandi, án þess að ástæða sé til að halda
að Halldór Snorrason hafi gert það í atvinnuskyni. En við hirð konungs
var rúm fyrir atvinnusögumann sem þáði laun og gjafir fyrir sögur sínar.
Þótt auðvitað sé ekki hægt að trúa sögunni bókstaflega er þar óneitanlega
athyglisverð vísbending um að það sé talið komið undir innihaldi sögunn
ar, efnislegum veruleika að baki henni, hve löng hún sé, úr því að konung
ur gat skipt henni fyrirfram upp í hæfilega langa dagskammta til að hún
fyllti jólin nákvæmlega.
Eftir að kemur fram á ritöld og tekið er að skrá sögur á skinn fjölg
ar varðveittum vitnisburðum um sögumenn. Frá áratugunum í kringum
aldamótin 1200 eru tvær heimildir, væntanlega hvor annarri óháðar, um
að Íslendingar séu taldir sérstaklega miklir sagnamenn á Norðurlöndum.
Önnur er eftir norska Noregssöguhöfundinn Theodoricus sem segir í inn
gangi að konungasögu sinni: „Ég taldi það ómaksinsvert […] að rita í
stuttu máli þetta smáræði, eins nákvæmlega og mér er unnt að fregna, frá
þeim sem taldir eru fróðastir og við köllum Íslendinga, en þeir varðveita í
sínum gömlu kvæðum frásagnir um hina fornu konunga Noregs.“34 Hin
heimildin er Danasaga Saxo þar sem segir í inngangi að Íslendingar noti
„hverja stund af lífi sínu til að leggja stund á fróðleik um afrek annarra. […]
Þeir hafa mikla ánægju af því að þekkja og fræða um sögur allra þjóða, því í
augum þeirra er alveg eins göfugt að lýsa dáðum annarra eins og að drýgja
sínar eigin.“ Verulegan hluta af verki sínu segir hann reistan á frásögnum
þeirra. Seinna í riti Saxo kemur við sögu Arnaldur Íslendingur (Arnoldus
Thylensis á latínu höfundar) sem var í fylgdarliði Absalons erkibiskups,
33 Morkinskinna I, Íslenzk fornrit XXIII, Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guð
jónsson gáfu út, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2011, bls. 235–237; Austfirð-
inga sǫgur, Íslenzk fornrit XI, Jón Jóhannesson gaf út, Reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1950, bls. 333–336, sbr. cxii–cxiv.
34 Þjóðrekur munkur, Sagan um hina fornu konunga Noregs ásamt Íslandskaflanum úr
Historia Norwegiae, Guðmundur J. Guðmundsson þýddi, Selfossi: Sæmundur, 2016,
bls. 25.
Gunnar Karlsson