Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 23
24
hafa haldið fram eldri skýringunni þótt þá greindi á um hvort viðurnefnið
væri sanngjarnt ef það væri skilið þannig.47 Á síðustu áratugum 20. aldar
kom svo fram sú hugmynd, að Eyvindur hafi verið kallaður skáldaspill
ir af því að hann hafi þótt kasta skugga á önnur skáld, væntanlega með
snilld sinni.48 Eða eru skýringarnar komnar í hring? Í alþýðlegu norsku
fræðsluriti um Eyvind frá 1976 segir um viðurnefni hans: „Lengi var þetta
viðurnefni túlkað sem „allra skálda bestur““.49
Niðurstaðan af þessum skoðunum fræðimanna er óhjákvæmilega sú að
við vitum ekki hvers vegna Eyvindur var kallaður skáldaspillir. Viðurnefni
hans sannar því ekkert um fordæmingu víkingaaldarfólks á því að líkja eftir
kveðskap eldri skálda.
Þar kemur að meira gagni saga um annan mann sem var kannski um
kynslóð eldri en Eyvindur og líka Norðmaður, Auðun illskældu, hirðskáld
Haralds konungs hárfagra. Aðeins hálf önnur varðveitt lausavísa er eign
uð honum.50 Frá Auðuni er fyrst sagt í Egils sögu SkallaGrímssonar þar
sem fjallað er um hirð Haralds konungs hárfagra: „Af ǫllum hirðmǫnnum
virði konungr mest skáld sín; þeir skipuðu annat ǫndvegi. Þeira sat innast
Auðun illskælda; hann var elztr þeira, ok hann hafði verit skáld Hálfdanar
svarta, fǫður Haralds konungs.“51 Auðunn er ekki nefndur í elstu kon
ungasögum sem fjalla þó um ævitíma hans. Í fljótu bragði kann viðurnefn
ið að virðast auðráðið, að illskælda sé sá sem yrkir illa. Þannig virðist E.H.
Lind hafa skilið það í bók sinni um vestnorræn viðurnefni og þýðir sem
„Fuskskalden“.52 En í svokallaðri Skáldasögu Haralds konungs hárfagra,
47 Magnus Olsen, „Fortjener Hákonarmál’s digter tilnavnet „skáldaspillir“?“, Til Ger-
hard Gran 9. december 1916 fra venner og elever, Kristiania: H. Aschehoug & co. (W.
Nygaard), 1916, bls. 1–9, hér bls. 1; Finnur Jónsson, Den oldnorske og oldislandske
Litteraturs Historie I, bls. 457; Egils saga Skalla-Grímssonar, bls. 56–57 nm (Sigurður
Nordal).
48 Heinrich Beck, „Eyvindr skáldaspillir Finnsson“, Reallexikon der Germanischen
Altertumskunde VIII, Berlin og New York: de Gruyter, 1994, bls. 58; Edith Marold,
„Eyvindr Finnsson skáldaspillir“, Medieval Scandinavia. An Encyclopedia, Phillip
Pulsiano útgefandi, Kirsten Wolf meðútgefandi, New York og London: Garland,
1993, bls. 175–176, hér bls. 176.
49 Per Mehus, Øyvind Skaldaspiller: En helgelandsk høvding og dikter for 1000 år siden,
[S.l.]: Helgeland historielag. Småskrifter nr. 3, 1976, bls. 16. „Lenge ble dette
tilnavnet tolket til „den fremste av alle skalder“.“
50 Poetry from the Kings’ Sagas I. Part 1, bls. 120–124.
51 Egils saga Skalla-Grímssonar, bls. 19 (8. kap.).
52 Erik Henrik Lind, Norsk-isländska personbinamn från medeltiden: Samlade ock ut-
givna med förklaringar, Uppsala: A.B. Lundequistska bokhandeln, 1920–1921, d.
178–179.
Gunnar Karlsson