Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 24
25
gamansögu um þrjú hirðskáld konungs, sem er varðveitt í safnritinu
Hauksbók, birtist önnur merking:
Haraldr konungr hárfagri réð fyri Noregi. Hann hafði með sér
marga ágæta menn. Skáld þrjú váru með konungi, Ǫlvir hnúfa ok
Þorbjǫrn hornklofi ok Auðunn illskælda. […] Auðunn var þá kom
inn í sætt við konung fyri þat er hann tók stef ór drápu þeirri er Úlfr
Sebbason, frændi hans, hafði ort um Harald konung. Tók Auðunn
þar fyri auknefni en drápan Stolinstefju nafn, svá sem segir í sǫgu
Úlfs Sebbasonar ok Kvígs jarls.53
Hvergi mun neitt vera til af sögu Úlfs Sebbasonar og Kvígs jarls. Finnur
Jónsson, sem gaf Hauksbók út, þar sem sagan er varðveitt, telur engan vafa
á að Skáldasaga sé ung, varla eldri en frá lokum 13. aldar.54 Og sterk rök
eru til að halda að Hauksbók sé skrifuð á fyrsta áratug 14. aldar.55 Í nýj
ustu dróttkvæðaútgáfunni, Poetry from the King’s Sagas, er stungið upp á að
Auðunn hafi kannski hlotið viðurnefni sitt af því að hann hafi verið þekkt
ur fyrir níðkveðskap, og er lausavísa hans sögð styðja það.56 En það skiptir
okkur litlu máli hér vegna þess að frásögn Skáldasögu sýnir ótvírætt að
það gæti þótt í meira lagi ámælisvert á ritunartíma sögunnar að stela stefi
úr kvæði. Nafnið Stolinstefja talar einkar skýru máli til nútímafólks – gæti
verið eftir Tómas R. Einarsson – hvað sem líður raunverulegu tilefni þess
að Auðunn hlaut viðurnefni sitt.
Enginn vafi getur verið á að Auðunn var talinn hafa stolið kveðskap
eftir Úlf Sebbason. Hins vegar kemur fram í frásögninni að hann hafi
verið í missætti við konung, ekki Úlf. Það bendir til þess að misgerð hans
hafi einkum verið við konung, glæpurinn felist í að flytja honum kvæði
með stolnu stefi. Þá er misgerð Auðunar farin að minna á það sem henti
Þormóð Bersason, aðra söguhetju Fóstbræðra sögu. Hann ólst upp vestur
við Ísafjarðardjúp og fékk mikinn áhuga á Þórdísi, dóttur Grímu ekkju í
53 Hauksbók: Udgiven efter de Arnamagnæanske Håndskrifter no. 317, 544 og 675, 4°,
samt forskellige papirshåndskrifter, København: Det kongelige nordiske Oldskrift
Selskab, 1892–1896, bls. 445. Stafsetning er stafrétt í útgáfunni en samræmd hér.
54 Finnur Jónsson, „Indledning“, Hauksbók: Udgiven efter de Arnamagnæanske Hånd-
skrifter no. 317, 544 og 675, 4°, samt forskellige papirshåndskrifter, København: Det
kongelige nordiske OldskriftSelskab, 1892–1896, bls. lxxxvi–lxxxvii.
55 Stefán Karlsson, Stafkrókar, bls. 308 („Aldur Hauksbókar“).
56 Poetry from the Kings’ Sagas I. Part 1, bls. 120.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI