Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 26
27
Noregskonunga á undan Ólafi helga, eru til dæmis tilfærðar 193 vísur og
vísubrot, allt niður í eina ljóðlínu. Af þeim er 191 sögð vera eftir nafn
greind skáld, flest alþekkt en ekki öll, og oftast er vísunum sýnilega ætlað
að staðfesta frásögnina. Þær eru notaðar sem heimildir eins og Snorri
Sturluson lýsti og ræddi af miklu viti í formálum að konungasögum sín
um.59 Ein vísa er ekki höfundargreind en sögð vera úr níði Íslendinga um
Harald Danakonung Gormsson og Birgi bryta hans, og eitt vísubrot er
innleitt með orðunum „Þá var þetta kveðit:“60
Í Íslendingasögum er sjaldan eða aldrei tiltækilegt sams konar heim
ildasafn í bundnu máli. Helst er slíkt til í sögum sem hafa skáld að aðal
persónum, og þar er mestur hluti vísna eignaður söguhetjunni. Í Gunnlaugs
sögu ormstungu eru 25 vísur, allar höfundargreindar. Gunnlaugi eru eign
aðar 19 vísur (þar af ein draumvísa föður hans, flutt eftir að Gunnlaugur
var dauður), andstæðingi hans Hrafni Önundarsyni fjórar (líka ein dauð
um), Þórði Kolbeinssyni í Hítarnesi ein og Þorkatli Hallkelssyni, síðari
manni Helgu fögru Þorsteinsdóttur, ein.61
Í Íslendingasögum sem hafa ekki skáld að aðalpersónu er eðlilega minna
um skáldskap. Í BrennuNjáls sögu, texta sem er næstum átta sinnum
lengri en Gunnlaugs saga, eru aðeins 34 vísur. Tilefni þess að birta vísurn
ar eru hér stórum fjölbreyttari en í sögunum sem eru nefndar hér á undan,
og stundum er óljóst hvort sá sem flytur vísu yrkir hana sjálfur eða fer
með gamlan kveðskap. Svanur bóndi á Svanshóli galdrar þoku með því að
kasta fram kviðlingi, en ekki er ljóst hvort hann yrkir hann sjálfur. Gunnar
á Hlíðarenda og Skarphéðinn Njálsson heyrast báðir kveða vísur dauðir.
Dularfullur maður á gráum hesti spáir Njálsbrennu með því að kveða
vísu. Risinn í Lómagnúpi spáir í vísu hefndum eftir brennuna. Dularfullar
konur á Katanesi á Skotlandi sjást vefa úr mannaþörmum með vefstaði úr
líkamspörtum og vopnum. Við verk sitt kveða þær ellefu vísur og spá með
þeim bardaga. Hér þjónar skáldskapurinn einkum því hlutverki að skapa
blæ og gefa frásögninni svip. En helmingur vísnanna í sögunni er eignaður
einstökum, mennskum og lifandi höfundum.62
59 Snorri Sturluson, Heimskringla I, bls. 5 (Prologus); Snorri Sturluson, Heimskringla
II, bls. 422 (Ór Óláfs sǫgu ins helga inni sérstǫku, Prologus).
60 Sama rit I, bls. 15–371 (Ynglinga saga, 5. kap. – Óláfs saga Tryggvasonar, 115. kap.).
Óhöfundargreindu vísurnar eru á bls. 129 og 270. Lausavísur bindisins eru tölusett
ar 1–172, en vísur Hákonarmála, á bls. 193–197, eru tölusettar sérstaklega.
61 Borgfirðinga sǫgur, bls. 63–107 (5.–13. kap.).
62 Brennu-Njáls saga, Íslenzk fornrit XII, Einar Ól. Sveinsson gaf út, Reykjavík: Hið
íslenzka fornritafélag, 1954. Á bls. 38–460 (í 12.–157. kafla) eru 23 tölusettar lausavís
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI