Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 28
29
reiðir [breiðir út] til háðungar manni. Sú reiðing varðar skóggang
er til háðungar mest. […] Skóggang varðar meðförin sem verkinn,
og skiptir engu hvort fyrr er sótt, og skal við hin sömu gögn sækja
bæði. Skóggang varðar þó að maður yrki um dauðan mann kristinn
eða kveði það er um hann er ort til lýta eða til háðungar, og fer svo
sök sú sem vígsök.
Ef maður hefir orð það í skáldskap er annar maður á vígt um [má
drepa fyrir] [K: að hann sé ragur eða stroðinn [sorðinn]], enda hefni
hann vígi eða áverkum, og skal sá þá um illmæli sækja til bjargar
sér. Ef maður kveður níð um mann að Lögbergi, og varðar það
skóggang, enda fellur sá óheilagur [réttlaus] til þess alþingis er næst
er eftir fyrir honum og þeim mönnum er honum fylgja til […]
Ef maður yrkir níð eða háðung um konung Svía eða Dana eða
Norðmanna, og varðar það skóggang og eiga húskarlar þeirra sak
irnar. En ef þeir eru eigi hér staddir eða vilja þeir eigi sækja, þá á sök
sá er vill.
Ef maður yrkir mansöng [ástarkvæði] um konu, og varðar það
skóggang. Kona á sök ef hún er tvítug eða eldri. En ef hún er yngri,
eða vill hún eigi sækja láta, þá á lögráðandi hennar sökina.
Ef maður kveður skáldskap til háðungar manni, þótt um annan
mann sé ort, eða snýr hann á hönd honum nokkuru orði, og varðar
skóggang, og skal svo sækja sem um skáldskap annan.
Ef maður yrkir víðáttuskáldskap, þá á hver maður þess kost er
vill að dragast undir og stefna um, þótt kviður beri það að hinn hafi
eigi um þann ort er sækir um, en það beri þó kviður að hann hafi
ort, og varðar þó skóggang um víðáttuskáldskap. Það er víðáttu
skáldskapur er maður yrkir um engi mann einkum, enda fer það þó
um hérað innan, og varðar skóggang.
116 UM SKÁLDSKAP Að SÆKJA. […]
Þó að eitt orð sé ort um mann, og fari þó helmingur saman eða
lengra, og er þá kostur að sækja um. Svo er og þó að fjórir menn
yrki helming vísu eða átta menn yrki alla vísu, og yrki eitt orð hver
þeirra, þá varðar það skóggang öllum þeim ef þeir ráða allir saman
um, og skal sækja sem um annan skáldskap.64
64 Grágás, bls. 273–275. Hér er birtur texti Staðarhólsbókar, en viðbætur úr Konungs
bók eru prentaðar innan hornklofa og merktar með K:. Önnur orð innan hornklofa
eru flest úr orðaskýringum útgáfunnar.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI